Hlýir aukahlutir fyrir veturinn

10:51 AM

Málið er það að ég er algjör kuldaskræfa. Um leið og það fer að kólna sést ég ekki úti nema með húfu, trefil og vettlinga. Í fullkomnum heimi væri ég alltaf í heilgallanum mínum sem er úr flísefni en... Ég tók saman nokkra hluti sem eru fullkomnir í kuldanum:


AA


1. Básar síðar dömunærbuxur - 66°norðurÉg keypti mér þessar leggings í fyrra en þær eru úr 100% Merino ull. Þær björguðu mér í gegnum veturinn á Akureyri og ég hlakka til að geta notað þær þegar það fer að kólna aðeins meira. 
2. Húfur - Varma. Ég gaf kærastanum mínum svona húfu, dökkbláa, og ég stel henni næstum alla daga. Held ég verði að splæsa mér á eina en get ekki ákveðið lit, gráa eða brúna.
3. Verndarhendur - Vík Prónsdóttir. Uppáhalds trefillinn minn sem ég er búin að ofnota frá því að ég keypti mér hann. Ótrúlega hlýr og passar við allt.
4. Trefill - Varma. Ég rakst á þennan trefill á Varma síðunni og finnst hann mjög simple og flottur. Mögulega ætti ég að skella honum á jólagjafalistann?
5. Heimskauta vettlingar- 66°norðurÉg á tvö pör af þessum vettlingum enda eru þeir í algjöru uppáhaldi.
6. Angora sokkar- Varma. Mér er farið að vanta hlýja sokka fyrir veturinn sem eru ekki bleikir og loðnir. Ég vil ekki hafa þá of þykka svo ég held að þessir væru fullkomnir. Ég þarf að kaupa mér eitt par og þá auðvitað í gráum lit (já ég elska gráan). 

You Might Also Like

0 comments

Subscribe