Nike wishlist

3:06 AM



Þegar ég var á Tenerife fyrr í mánuðinum var planið að kaupa sér ræktarskó frá Nike. Seinasta kvöldið fórum við stelpurnar í Nike búðina og ég var búin að máta skóna sem ég vildi svo planið var að kaupa þá. Kaupgleðin var þó frekar sterk þetta kvöldið og byrjuðum við mamma að máta skó (í fleirtölu). Þessir skór hér að neðan báru af öllum hinum enda óendalega fallegir:

Nike LunarGlide 7 Zapatillas de running - Mujer. Nike.com (ES)

Nike Lunarglide 7: Hversu fallegir? Hversu bleikir? Mér var búið að vanta góða ræktarskó síðan í sumar og þegar ég sá þessa varð ekki aftur snúið. Ég er búin að fara nokkrum sinnum í þeim í ræktina og er að venjast þeim ágætlega. Ég sá að þeir voru að koma í Air hérna heima. 

NIKE AIR MAX THEA
Nike Air Max Thea: Þessir skór voru draumaskórnir mínir í sumar og þegar ég sá þá úti varð ég að máta þá. Auðvitað voru þeir ekki til í mínu númeri og endaði mamma á að splæsa sér á þá. Þið getið ímyndað ykkur hvað ég var öfundsjúk... 

Nike Juvenate Zapatillas - Mujer. Nike.com (ES)
Nike Juvenate: Þessir lúkkuðu ótrúlega þæginlegir en því miður voru þeir ekki til í mínu númeri né mömmu. Ég spottaði þá svo í Skór.is þegar ég var á miðnæturopnun Smáralindar á fimmtudaginn svo það er aldrei að vita hvað maður fær í jólagjöf.. hóst hóst mamma ;)

Nike Juvenate Fleece Chaussure pour Femme
Nike Juvenate Fleece: Það var sama vandamálið með þessa skó en þeir eru ekki til á Íslandi. Ég mun því bölva því endalaust að hafa ekki náð að næla mér í eitt par (og mamma reyndar líka). 

**Þeir sem þekkja okkur mæðgur ættu ekki að koma á óvart að við fórum í næsta hverfi til að leita af Nike Juvenate skónum. Það borgaði sig síðan ekki þar sem eftir gönguna komum við að læstum dyrum og þurftum að taka taxi til baka til þess að mamma gæti keypt sér Nike Air Max Thea skóna rétt áður en hin búðin lokaði. Við þökkum Evu frænku & Öllu kærlega fyrir stuðninginn en þær þurftu að dröslast með okkur í leiðangurinn. 

Mér þætti vænt um ef þið mynduð like-a og sýna mér að ég sé ekki sú eina sem er með Nike þráhyggju! Gleðilegan föstudag & helgi!

You Might Also Like

0 comments

Subscribe