Wishlist: Rains taska

10:31 AM


Þessar töskur eru frá danska merkinu Rains og fást í Kistu. Ég vissi að það væri nýbúið að taka þetta merki inn og var orðin ansi spennt að fá að skoða það betur. Ég kíkti í Kistu þegar ég fór til Akureyrar um helgina og þessi ljósbrúna kallaði nafn mitt. Planið er að nota hana fyrir nesti og aukahluti sem ég þarf í skólann (já ég þarf tvær töskur í skólann). Töskurnar eru vatnsheldar sem er mjög sniðugt fyrir veðrið hér í Reykjavík og verðið skemmir ekki fyrir, 6.900.-. Ég ætla láta taka frá fyrir mig eina tösku og grípa hana næst þegar ég er fyrir norðan. Fyrir áhugasama fást töskurnar hér

Það eru einnig til aðrar týpur frá merkinu sem heilla mig líka en ég ætla nú bara að byrja á því að splæsa á eina tösku :)Ég mæli svo með að þið kíkið á Facebooksíðu Kistu þar sem er hægt að fylgjast með nýjum vörum. 

You Might Also Like

0 comments

Subscribe