Fullkomin naglalökkun með essie

4:49 AM

essie
Ég er nýfarin að nota vörur frá Essie og myndin hér að ofan sýnir þær fjórar vörur sem ég á.

Essie Chinchilli (77) & Master Plan (78): Voða basic litir svona í kuldanum, burr...

Essie All in one: Undir & yfirlakk sem er það besta sem ég hef prófað hingað til. Naglalakkið helst fáranlega vel á og ég þarf ekki að vera pirruð yfir ljótum nöglum á degi þrjú. 

Essie Drying drops: Ég splæsti þessu á mig fyrr í mánuðinum og prófaði það fyrst í gærkvöldi. Ég er snillingur þegar það kemur að því að þurfa að gera eitthvað þegar ég er nýbúin að naglalakka mig sem verður til þess að í 99% tilvika skemmi ég að lágmarki eina nögl. Eru fleiri í þeim pakka? Anyway.. Nokkrir dropar yfir blautt naglalakk og ég held ég hafi beðið í eina mínútu og allt þornað! 

Núna hef ég í rauninni enga afsökun fyrir því að vera ódugleg við að naglalakka mig - Naglalakkið helst lengi á & þornar súperfljótt. Er hægt að biðja um eitthvað meira? 

You Might Also Like

0 comments

Subscribe