Góð ráð við þreyttum fótum

5:08 PM


Eftir langan vinnudag eða mikla hreyfingu er gott að stjana við fæturna. Þeir eiga það skilið :)
Heitt fótabað:
Það næst besta á eftir því að fara í heitt bað er að fara í heitt fótabað. Munurinn er helst sá að maður nær að setja aðeins heitara vatn í fótabaðið sem virkar svo vel á þreyttar fætur. 
Það er perfect að setja bala fyrir neðan sófann og horfa á einn skemmtilegan þátt á meðan og slappa af. Ég set oftast slatta af froðubaði í balann (því ég elska froðu) en ég hef líka verið að setja slökunar baðsaltið mitt frá Purity Herb ofan í. Mmmmmm...... 

Nudd:
Hver elskar ekki fótanudd? Ég er semsagt súper dugleg að gefa sjálfri mér fótanudd (og stundum öðrum). Það er hægt er að nota hvaða krem sem er til þess að nudda fæturna en ég nota alltaf vöðvaolíuna frá Purity Herb. Olían virkar rosalega vel á þreytta & pirraða fætur svo suma daga dreifi ég bara vel úr henni og skríð undir sæng. Ef þú telur þig ekki vera góðan nuddara er lítið mál að fara á Youtube og finna fullt af myndböndum sem sýna hversu auðvelt það er að gefa fótanudd. Það má síðan alls ekki gleyma að nýta sér það ef einhver nennir að gefa manni fótanudd :)

Nuddboltar:
Ég á nuddbolta með göddum sem ég nota stundum til að ýta á punkta undir fótunum. Ég sit þá á stól og stíg ofan á boltann og nudda þannig. Ég heyrði einhverstaðar að golfkúla væri algjör snilld til að nudda þreyttar fætur og varð að prófa. Þar sem ég var of spennt og átti enga golfkúlu þá fann ég mér bara stóran skopparabolta upp í skáp (HAHA). Hann alveg þrælvirkar, nota þá sömu aðferð og með nuddboltann. Ég grínast ekki með að hann er ofan í tösku alla daga, fínt að grípa í hann hvenær sem er. Mjög fljótleg og þæginleg aðferð til að tríta fæturna! 


Áður en ég fer að sofa ætla ég að skella mér í fótabað og gefa sjálfri mér smá fótanudd fyrir svefninn. Kózý, kózy :)

- marta kristín slökunarsérfræðingur ;)P.S. Eins og þið hafið kannski tekið eftir þá elska ég vörurnar frá Purity Herb. Ég var búin að skrifa bæði um vöðvaolíuna og baðsaltið hér.

You Might Also Like

0 comments

Subscribe