Uppáhalds slökunarvörurnar mínar: Top 5

7:25 AM


Ég á nokkrar slökunarvörur sem eru alveg sérstaklega í uppáhaldi. Ég ákvað að deila þeim með ykkur :)

Blue Oil frá Aveda

Þetta er að mínu mati kraftaverkjaolía. Ég á alltaf til eina svona og er hætt að telja hvað ég hef keypt margar. Virkar mjög vel ef maður eitthvað þreyttur, spenntur eða með hausverk. Olían virkar einstaklega vel á spennuhöfuðverk - set þá olíuna á gagnaugun, í hársrótina og aftan á hálsinn.
Um vöruna:
 • Blue Oil er steitulosandi, hún losar fólk við spennu og bætir orkubúskap líkamans með einstökum ilmum af frískandi piparmyntu og blárri kamillu sem róar húðina.
 • Þegar olían er borin á húðina sér kúluskammtari til þss að húðin fái rétt magn á rétta staðinn til þess að hefja kælandi þrýstipunkta meðferð.
 • Olían hefur róandi áhrif á huga og líkama. 
 • Einnig er hægt að bera olíuna í hársvörðinn til þess að næra og losa hann við streitu einkenni. 
 • Olían er frábær fyrir þreitta vöðva og auðvelt að bera hana á líkamann og nudda aum svæðið. 
 • Lykil hráefnin eru blá Kamilla, mentol, piparmynta, c vítamín, e vítamín. 
 • Andaðu djúpt að þér þegar þú berð olíuna á þig, tæmdu lungun þegar þú andar frá þér. 
 • Óskir þú eftir vellíðunartilfinningu er gott að bera Blue Oil á milli þumalfingurs og vísifingurs.

Vöðvaolía frá Purity Herbs
VÖÐVAOLÍA
Ég nota þessa olíu nánast alla daga. Mjög góð nuddolía sem virkar vel á þreytta vöðva og vöðvabólgu. Ég nota hana oft á kvöldin til þess að slaka betur á fyrir svefninn. Einnig snilld að nota hana fyrir ræktina.

Um vöruna:
 • Uppbyggjandi nuddolía fyrir þreytta vöðva, eykur virkni og slær á strengi.
 • Hitar og mýkir þreytta vöðva. 
 • Góð eftir æfingar og hjálpar til við að koma í veg fyrir strengi og bólgur.
 • Nuddið vel á líkamann eftir átök.
 • Inniheldur: víðibörk, eini, gullmöðru og vallhumal.
Baðsalt frá Purity Herbs
KætirKætir
Ég hef prófað tvær tegundir af baðsöltunum frá Purity Herbs, Slakar & Kætir. Þið sem þekkið mig vita að ég elska að fara í heitt bað og þessi baðsölt gera baðið svo miklu betra. Ég er búin að kaupa slakandi baðsaltið mun oftar og finnst það virka mjög vel. Til að fá sem mest út úr slökununni er best að fara í heitt bað rétt fyrir svefninn og setja 2-3 matskeiðar af baðsaltinu út í vatnið. Ég get líka alveg viðurkennt að stundum byrja ég daginn á slakandi baði, það er of gott!
Um vöruna: 
Slakar: Slakandi baðsalt sem veitir fullkomna slökun fyrir þá sem þjást af streitu og svefnleysi. Ilmurinn róar við innöndun. Inniheldur: hlaðkollu, maríustakk, blóðberg og lavander.
Kætir: Kætandi baðsalt fyrir fólk undir líkamlegu álagi. Hitar, örvar og losar um verki og kvef. Inniheldur: piparmintu, vallhumal, fjallagrös og blóðberg.

Bað við liðverkjum frá Purity Herbs
Kætir
Þetta er nýjasta viðbótin í safnið hjá mér. Þegar ég fer í bað nota ég til skiptist slakandi baðsaltið mitt og svo þessa olíu. Að skella sér í ræktina og koma heim og fara beint í bað með þessari olíu er algjör snilld. 
Um vöruna:
Olía í baðið sem slær á strengi eftir líkamleg átök. Mýkir upp líkamann og dregur úr þreytuverkjum. Notið 15ml í baðvatnið. Inniheldur: víðibörk, eini, blóðberg og fíflarót.

Hitapúði fyrir háls og bak frá Eirberg
SOE-68011 Hitapúði háls og bak | Eirberg ehf.
Það má alveg segja að þetta séu ein bestu kaup sem ég hef gert. Ég djóka alltaf með að þetta sé skjaldböku púðinn minn því maður smellir honum á sig og þá líður mér eins og ég sé skjaldbaka... :)
Um vöruna:
 • Þægilegur hitapúði fyrir háls og bak.
 • Þrjár hitastillingar.
 • Slekkur á sér eftir 90 mínútur.
 • Fljótt að hitna og jafn hiti.

Um vörurnar fann ég inná heimasíðu Aveda, Eirberg og Purity Herbs. Endilega látið mig vita ef þið eigið ykkar eigin uppáhalds slökunarvörur, elska að prófa nýjar vörur:)

You Might Also Like

4 comments

 1. Eeeeelska Purity Herbs vörurnar og ekki skemmir að það er 25% afsláttur með KEA kortinu ef maður fer í búðina til þeirra! :)

  Tóta

  ReplyDelete
  Replies
  1. Snillingur Tóta! Ég er á leiðinni þangað asap með KEA kortið mitt ;)

   Delete
 2. Hvar fæst Blue Oil frá Aveda á Akureyri?

  ReplyDelete
  Replies
  1. Þú getur pantað hana hjá þeim á netinu og það er frí heimsending :) Ég nýti mér það oftast eða kem við í Kringlunni þegar ég er í RVK.

   Getur pantað það hér: http://www.aveda.is/index.php?option=com_ahsshop&Itemid=26&vara=141&msg=V%F6ru+var+b%E6tt+%ED+k%F6rfuna+%FE%EDna.+Sko%F0a+k%F6rfu

   Kveðja Marta Kristín

   Delete

Subscribe