Uppáhaldsvörurnar mínar frá LEE STAFFORD
4:25 AM
SEA
SALT SPREY
Ég er nýlega búin að kaupa mér sjávarsaltið og nota það eiginlega
á hverjum degi. Ég þurrka hárið með handklæði, spreyja svo sjávarsaltinu og
kreisti því vel inn í hárið. Ég leyfi því oftast bara að þorna en stundum nota
ég hárblásarann ef ég er á hraðferð. Ég nota spreyið líka stundum í þurrt hárið
til þess að fá meiri lyftingu í það og leyfi því þá að vera smá úfið.
POKER STRAIGHT FLAT IRON PROTECTION SHINE
MIST
Klárlega besta hitavörn sem ég hef átt. Ég hef alltaf átt í
erfiðleikum með að slétta þetta blessaða hár mitt en þetta efni gerir það mun
auðveldara. Ég mæli með því að spreyja hitavörninni í hárið fyrir blástur þar
sem það sléttir smá úr hárinu strax. Ég nota það svo aftur yfir hárið þegar ég
slétti það. Hárið fær fínan glans af efninu og lyktin er einstaklega góð. Þar
sem ég er komin með stutt hár verð ég vonandi duglegri að nota
sléttujárnið..
HOLD TIGHT HAIRSPRAY
Ég er orðin frekar dugleg að nota hársprey miðað við þegar ég var
yngri. Algjör snilld að nota það yfir greiðslur, ný sléttað hár og jafnvel til
að halda hárinu á sínum stað þegar maður fer í ræktina. Hárspreyið gefur gott
hald og áferðin verður mjög flott.
ORIGINAL DRY SHAMPOO *
Ég er búin að nota þetta þurrsjampó núna í mánuð og ætla ekki að skipta aftur í Batiste þurrsjampóið mitt. Mér finnst það segja mikið þar sem ég er búin að vera háð því í nokkur ár haha.. Stærsti kosturinn við þetta þurrsjampó er að það koma engar hvítar agnir í hárið. Ég nota þurrsjampóið alltaf á morgnana til að fríska upp á hárið og fá smá lyftingu. Brúsinn er mjög þæginlegri stærð til að henda ofan í tösku sem er snilld.
SUN KISSED LIGHTENING SPRAY *
Ég keypti mér þetta sprey fyrir sumarið. Það lýsir hárið hægt og
rólega og það er hægt að nota það til þess að lýsa allt hárið, fá ombre,
strípur eða til að laga rót. Ég spreyja því í blautt hárið, greiði í gegnum það
og blæs það svo. Ég er bæði búin að prófa að nota það í allt hárið og svo
seinna bara í endana og mér finnst það virka mjög vel! Ég var kannski að ofnota
þetta á tímabili til að lýsa dökka hárið á mér og ég var fljót að klára brúsann. Það er semsagt mælt með að nota það
aðeins einu sinni í viku og 3-4 skipti ættu að duga til að fá þann árangur sem
leitað er eftir. Alveg eins og þegar maður litar á sér hárið þarf að hugsa vel
um hárið á meðan á meðferð stendur. Góð olía & djúpnæring getur gert
kraftaverk.
Fyrir þær sem eru ljóshærðar mæli ég með að þið kynnið ykkur Beach blondes línuna. Ég er að prófa hana núna og sé mikinn mun á hárinu á mér & mun segja ykkur frá henni við tækifæri :)
Lee Stafford vörurnar fást sem dæmi í Hagkaup og á Heimkaup.is
Vörurnar í færslunni keypti höfundur sjálfur nema þær sem eru merktar með *
0 comments