Outfit fyrir jólahlaðborð
5:47 AM
Dressið hér fyrir ofan er svona smá hugmynd af outfittinum mínum. Á fyrsta jólahlaðborðið fór ég í kjólnum hér fyrir ofan sem er úr Zöru (ég tók hálsmenið af), Vila buxunum mínum, grófum hælum og toppaði outfittið með hvítum blazer úr H&M. Ég er alveg hætt að ganga í blazer en ég keypti mér hvítan frekar síðan blazer í vor og hann er fullkominn fyrir sparileg tilefni (ég fann ekki mynd af honum). Þegar það kom að jólahlaðborði númer tvö var ég slöpp með lærdómsbugun og engan metnað. Þar að leiðandi var skellt sér í sömu fötin nema svartan bol í staðinn fyrir kjólinn. Bolurinn er með fallegum detail-um bæði að framan og aftan svo hann kom vel út. Ég er persónulega ekki mikið fyrir sparikjóla og sokkabuxur en mér fannst ég ekkert minna fín í buxum :) Þar sem ég skellti mér í jólaklippinguna snemma var greiðslan í bæði skiptin sléttað hár og toppurinn fram. Ég skellti síðan dökkri augnförðun á og nude vörum, sem er mjög ólíkt mér því ég læt oftast bara áberandi varalit duga..
Næst á dagskrá er að ákveða Jólafötin 2015 en undanfarin ár hef ég verið mjög róleg þegar það kemur að þeim enda finnst mér best að fara í náttfötin um leið og tækifæri gefst :)
0 comments