Nýtt íslenskt merki: MíNí
9:10 AM
Nýtt íslenskt merki var að koma á markaðinn þar sem fókusinn er á íslenska
hönnun í barnaherbergi. Til að svara forvitni minni ákvað ég að heyra aðeins í hönnunarteyminu
en það eru mágkonurnar Alexandra Tómasdóttir & Sigrún Eir Einarsdóttir.
Samstarf þeirra virkar vel þar sem Alexandra er með BS í viðskiptafræði og MS í
markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum og Sigrún Eir er nemi í grafískri hönnun. Þær
hafa báðar áhuga á hönnun og ákvöðu því að sameina krafta sína og þekkingu.
Nafnið MíNí kemur frá enska orðinu mini og vísar í litla fólkið.
Það
sem heillaði mig var þessi myndasería af villidýralífi hér á Íslandi. Myndaserían er ótrúlega falleg og það er hægt að
velja á milli: kanínu, refar, ísbjarnar og hreindýrs.
Veggspjöldin
koma í tveimur stærðum, A3 & A4. Á veggspjöldunum er síðan lítið ljóð
á íslensku sem segir frá dýrunum á skemmtilegan og öðruvísi hátt.
Persónulega er ég mest skotin í kanínunni:
K A N
Í N A
Kanínur um kjarrið græna
kjaga, bíta gras og mæna.
Hann er kani, hún er kæna,
heitir kjáni barnið væna.
Sperra eyrun hærðu, hoppa,
Sperra eyrun hærðu, hoppa,
hættur forðast, burtu skoppa.
Veggspjöldin frá Alexöndru og Sigrúnu Eir hafa nú þegar
fengið frábærar móttökur og voru þær mjög ánægðar með viðbrögðin. Það er strax
komin eftirspurn út í fleiri dýraseríur frá þeim svo við getum reiknað með að
það bætist í safnið. Á næstu misserum mun svo koma í ljós hvað fleira kemur frá
MíNí fyrir litla fólkið, á meðan bíð ég spennt!
Pantanir fara í gegnum Facebooksíðu MíNí. Það er núna leikur
í gangi þar sem tveir heppnir geta eignast veggspjald úr dýraseríunni.
Happy shopping x
0 comments