Hulstur frá Milkyway

7:11 PM

Þessi færsla er ekki kostuð
Ég elska að hafa símann minn í fallegu hulstri og á tímabili pantaði ég mér oft af Ebay ódýr og sæt hulstur. Ég áttaði mig þó fljótlega á því að ef ég vildi eiga Iphone 6 símann minn lengur en nokkra mánuði þyrfti ég að breyta til. Ég rakst þá á hulstrin frá Milkyway og núna hef ég bara notað þau í rúmt ár. Ég er semsagt algjör klaufi og síminn minn nær mjög oft að lenda í gólfinu. Ég veit ekki hvort það sé hulstrinu að þakka að síminn minn er ennþá á lífi eða bara plain luck... Ef þið eruð að leita ykkur af nýju hulstri mæli ég með að kíkja á þessi. Ég er að spá í að panta mér 1-2 ný hulstur svona í tilefni föstudags :)
You Might Also Like

0 comments

Subscribe