Hver elskar ekki útsölur?

4:49 PMÉg verð að viðurkenna að ég elska útsölur og því meiri afsláttur því betra. Ég hef reyndar orðið mun klárari að versla á útsölum heldur en ég var (stundum er gott að fullorðnast). Núna er í flestum búðum búið að auka afsláttinn af útsöluvörum og því er algjör snilld að nýta sér það. Ég var búin að kíkja einn hring í helstu búðirnar og athuga hvort það væri eitthvað á útsölu sem ég gæti hugsað mér að eiga. Svo fór ég og straujaði kortið smá. Stundum borgar sig að vera þolinmóður :)

Þegar ég fer á útsölur er mjög auðvelda hægt að flokka það sem ég kaupi í 3 flokka:

1. Basic fatnaður
Það sem ég kaupi mér oftast á útsölu eru flíkur sem eru plain eða basic sem ég veit að eru ekki að fara "detta úr tísku". Ég hef mikið keypt mér flíkur til að nota meira spari eins og svartar skyrtur og hvíta boli. Ég keypti mér núna um daginn svartan fallegan flauel bol & svartan rúllukragabol í F&F á klink!

2. Draumaflíkin
Stundum er ég búin að vera með augastað á ákveðinni flík í einhvern tíma og þá er tilvalið að kaupa hana þegar hún kemur á afslátt. Í mínu tilfelli kom vinkona mín heim í stutt frí frá útlöndum og kom heim með draumaskóna mína sem hún fann á útsölu (auðvitað Nike skór).

3. Kósý outfit
Stundum má alveg kaupa eitthvað bara því það er kósý og ódýrt. Ég get keypt endalaust af bolum og peysum sem ég ætla bara nota sem heimaföt.. Ég elska heimaföt.

Vonandi hjálpaði þetta einhverjum sem er á leiðinni á útsölur í vikunni. Svo má bara taka mig með því það sem mér finnst skemmtilegast á eftir því að kaupa mér föt er að láta einhvern annan gera það ;)

You Might Also Like

0 comments

Subscribe