Outfit fyrir strákana

6:06 AM


Ég held það hafi alveg verið kominn tími á eina færslu tileinkaða strákunum. Að mínu mati eru Bomber jakkar mjög sýnilegir í sumar svo ég ákvað að gera þrjú lúkk með jakka frá Zöru. Ég væri reyndar alveg sjálf til að eiga hann en það er annað mál. Hér fyrir neðan eru þrjá basic outfit & með því að smella á litlu myndirnar er hægt að skoða vöruna betur.Simple vol 2
Ég er ótrúlega skotin í þessum bol frá 66 og held hann komi mjög vel út ef hann er hafður smá oversized. Nike Jordan Eclipse skórnir eru síðan geðveikir og eru fullkomnir götuskór fyrir sumarið. 

Simple vol 1
Jogging buxur eru farnar að sjást mun meira og það er mjög auðvelt að púlla þær án þess að líta út fyrir að vera í "jogginggallanum". Þessar úr Zöru koma líka í bláu. 

Simple vol 3
Gallabuxur í ljós bláum lit í stíl við hvíta strigaskó klikkar seint, þá sérstaklega á sumrin. Til að fullkomna lúkkið er hægt að bretta upp á gallabuxurnar. 

You Might Also Like

0 comments

Subscribe