NEW IN - Zara & Adidas

4:07 AM

Ég fór til Tenerife í maí og það var ótrúlega gott að komast í frí, slaka á og auðvitað versla. Það má segja að undirstaðan í því sem ég keypti mér úti hafi verið basic föt sem mér var farið að vanta í fataskápinn hjá mér. Ég keypti mér þó tvær flíkur sem eru ekta statement flíkur til þess að poppa upp á outfit:


love


Bomber jakki: Ég keypti mér þrjá bomber jakka úti, einn svartan og tvo munstraða. Þessi á þó vinninginn en hann er úr Zöru, nánar tiltekið karladeildinni. Um leið og ég mátaði hann vissi ég að hann væri að fara koma með mér heim. 

Adidas skór: Ég sá semsagt starfsmann í skóbúð vera í klikkað flottum og grænum Adidas skóm sem ég spottaði þó ekki í búðinni. Ég var svo allan daginn að hugsa um skóna svo ég ákvað að kíkja aftur og athuga þá betur. Það átti að koma sending eftir 4 daga og fyrir mér voru þetta langir fjórir dagar (hvað er að mér?). Þessi týpa heitir Adidas Originals Los Angeles K - Core Black og þeir eru mjög léttir og þæginlegir. Þarna var tveir dagar í heimför og ég var búin að strauja kortið mitt meira en ég ætlaði svo elsku mamma gaf mér þá í afmælisgjöf, enda ekki seinna vænna ég á afmæli í ágúst. 

Hvað eiga þessar tvær flíkur sameiginlegt, jú pálmatré. Ég ætla samt að taka það fram hér og nú að ég mun aldrei sjást í skónum og jakkanum á sama tíma, ég er ekki alveg það flippuð..

You Might Also Like

0 comments

Subscribe