Íslensk hönnun: Meiður

3:02 PM


Þessi færsla er ekki kostuð
Meiður er íslensk hönnun sem selur falleg handunnin viðarbretti. Þau koma í nokkrum stærðum og eru úr mismunandi viðartegundum en aðallega úr ofnþurrkaðri eik og hnotu. Það er hægt að nota brettin til að bera fram hina ýmsu rétti eða til þess að punta upp á eldhúsið. Ef ég myndi eiga svona bretti myndi ég geyma 1-2 fallega hluti á því inn í eldhúsi.


Ég hef nokkrum sinnum gefið íslensk viðarbretti í gjöf og hef þá pakkað því inn í selló með sjávarsalti og sultu. Það kemur mjög fallega út og hefur alveg slegið í gegn. Næst mun ég klárlega hugleiða það að kaupa eikarbretti frá Meiður. 
Á Facebooksíðu Meiður er hægt að skoða brettin betur og sjá fullt af skemmtilegum og gómsætum uppskriftum. Ég er strax búin að skrifa niður hjá mér tvær uppskriftir sem ég hlakka til að prófa. Meiður brettin fást í nýrri verslun Rammagerðarinnar, Skólavörðustíg 20, DÚKA í Kringlunni & Smáralind og Kraum, Aðalstræti. 

You Might Also Like

0 comments

Subscribe