Bamboo Revolution - Handgerð bambusúr

5:48 AM

Þessi færsla er ekki kostuð

Einn af uppáhalds fylgihlutunum mínum er bambusúrið mitt frá Bamboo Revolution. Ég er búin að eiga mitt núna í tvö ár og ég elska hvað það er létt og þægilegt. Ég er ekki ein um það en mamma og fjórar vinkonur mínar eiga líka svona úr. Bambusúrin eru handgerð í Suður-Afríku og er sagan á bakvið úrin ótrúlega skemmtileg og ég mæli með að þið lesið hana hér. Úrin eru fyrir bæði kynin og það er hægt að fá það með einfaldri eða þrefaldri leðuról. Síðan eru til nokkrir litir en mitt úr er með leðuról sem er ljósbrún. Skífan á mínu úri er öðruvísi en á nýju úrunum en mér finnst breytingin geggjuð. Ég væri alveg klárlega tilbúin í að fá mér nýtt úr með þá dekkri ól. Ég keypti mitt úr í Kistu þegar ég var að vinna þar en þau fást einnig hjá Aurum og á heimasíðu Bamboo Revolution.
You Might Also Like

0 comments

Subscribe