Ást mín á Omaggio

1:26 PM


Það má segja að ég elski Omaggio vasana frá Kähler.
Ég er reyndar bara mikill aðdáandi Kähler yfir höfuð.
Mig langaði að deila með ykkur nokkrum myndum af

Þessi litli kom í takmörkuðu upplagi & ég varð strax skotin í honum.
Hann passar fullkomlega saman við kertastjakann minn
frá Nicholas Oldroyd sem ég fékk að gjöf frá yndislegri vinkonu sem 
hafði séð hann á blogginu hjá mér. 

Þessi silfurlitaði Omaggio kom lika í takmörkuðu upplagi. 
Hann er í miðstærð og er í eigu mömmu.
 Hann stendur sjaldan tómur enda væri það synd.

Við systkinin gáfum svo mömmu þennan í afmælisgjöf 
í fyrra. Hann er bæði flottur upp á 
borði og á gólfinu þar sem hann er vel stór. 

Þessi vasi er svo í mestu uppáhaldi en ég keypti mér hann seinast þegar ég var á Akureyri.
Hann er hvítur með perluáferð og
 hann er fullkominn með hvítum blómum í. 


You Might Also Like

0 comments

Subscribe