Stórir treflar

3:31 AM


                                                        

Ég var búin að vera að leita mér af nýjum trefli svo lengi - hinn fullkomni átti auðvitað að vera grár. Og hvað gerðist? Nú auðvitað var besta vinkona mín orðin hundleið á að hlusta á mig tala endalaust um trefla og gerði það að markmiði að finna handa mér einn þegar hún fór til útlanda. Talandi um góða vinkonu og enn betri jólagjöf. Æjiii þegar það er kalt úti skiptir svo miklu máli að klæða sig vel og góður trefill er nauðsynlegur til að hlýja manni. Ég vil helst hafa þá frekar langa svo þeir séu extra djúsí. Eins og vinkonur mínar eru búnar að fá að heyra mikið um, þá vil ég ekki sjá lengur hringtrefla. Þeir eru jú mega þæginlegir í notkun en... Amma dúlla fékk að minnsta kosti mína sem ég átti og er mega sæta með þá. Stórir kósý treflar eru málið:You Might Also Like

1 comments

  1. stórir treflar eru bestir <3 Ætli það sé hægt að kaupa þessa á Tene?

    ReplyDelete

Subscribe