Uppáhaldsbuxurnar frá Jónu Maríu

1:15 AM

Ég verð að segja ykkur frá uppáhaldsbuxunum mínum sem eru jafnframt þær lang þæginlegustu. Þær eru frá Jónu Maríu design og heita Tinna. Ég er búin að eiga mínar núna í tvö ár og er ennþá mjög ánægðar með þær. Ég keypti þær reyndar einu númeri of stórar til að fá þær loose en efnið teygist svo það er mælt með því að taka þær þröngar. Ég er því frekar oft að kippa mínum upp en ég læt mig hafa það haha.. Buxurnar eru bæði hægt að nota hversdags & spari. Ég nota mínar oftast við síða peysu og strigaskó en þegar ég nenni að fara í hæla er ég ennþá ánægðari með þær. Það eru til tvær þykktir af buxunum, nylonblanda sem eru þykkri og viskose blanda sem eru þynnri og þær koma í öllum stærðum.
Á meðan það er útsala hjá Jónu Maríu eru buxurnar á 15% afslætti og ég er alveg að springa, langar svo að kaupa mér nýjar til að eiga meira spari. Enda hversu þæginlegt að eiga flottar buxur sem eru líka ótrúlega þæginlegar.  Ég mæli með þessum buxum fyrir allar konur á öllum aldri :)
Til að skoða buxurnar betur og auðvitað aðrar vörur hjá Jónu Maríu getur þú gert það á heimasíðunni & Facebook.

You Might Also Like

0 comments

Subscribe