Bestu inniskór í heimi - Glerups

4:59 PMglerups


Ég fékk inniskó í jólagjöf frá góðri vinkonu. Þeir eru búnir að vera á óskalistanum hjá mér í meira en eitt ár og ég hef ekki farið úr þeim síðan ég opnaði pakkann. Inniskórnir eru frá danska merkinu Glerups og eru úr 100% ull. Þeir koma í mörgum litum og þremur mismunandi týpum en ég fékk svona gráa uppháa. Ég er alltaf frosin á fótunum, ég meina ég var.... Ó hvað ég elska þessa skó. Hálf fjölskyldan er núna búin að fá þessa skó í jólagjöf þar sem ég gaf kærastanum mínum og elsku ömmu par um jólin og tengdamamma fékk seinustu jól. Og eru þau alveg jafn skotin í þeim og ég... Það var alla vega frekar vandræðilegt þegar við parið vorum að ferðast með inniskóna um jólin á milli húsa þar sem við urðum að vera í þeim öllum stundum.
Inniskórnir fást til dæmis í Kistu á Akureyri, Casa & Cintamani. 

You Might Also Like

0 comments

Subscribe