TOP 5 HÁRVÖRURNAR MÍNAR

6:23 PM



TOP 5 HAIR PRODUCTS


1. MIRACLE HAIR TREATMENT, ELEVEN AUSTRALIA. Nýja uppáhalds hárvaran mín. Áður en ég keypti það nennti ég aldrei að blása á mér hárið nema mikið stæði til en núna geri ég það nokkrum sinnum í viku. Ég set efnið í blautt hárið áður en ég blæs það og voila hárið á mér verður ekki eins og ég sé lukkutröll (sem gerist alltaf ef ég blæs á mér hárið haha). Efnið á semsagt að fara í blautt hárið og á að hafa 11 frábæra kosti fyrir hárið, til dæmis skilja það eftir glansandi, mjúkt og viðráðanlegt, koma í veg fyrir klofna enda, vernda hárið fyrir hitatækjum og sólinni og fleira. Bæði lyktin og áferðin á efninu er æði og ég mæli 110% með þessu efni!

2. SUN KISSED LIGHTENING SPRAY, LEE STAFFORDÉg keypti mér þetta sprey fyrir sumarið. Það lýsir hárið hægt og rólega og það er hægt að nota það til þess að lýsa allt hárið, fá ombre, strípur eða til að laga rót. Ég spreyja því í blautt hárið, greiði í gegnum það og blæs það svo. Ég er bæði búin að prófa að nota það í allt hárið og svo seinna bara í endana og mér finnst það virka mjög vel! Ég var kannski að ofnota þetta á tímabili til að lýsa dökka hárið á mér en 3-4 skipti ættu að duga til að fá þann árangur sem leitað er eftir. Finnst það þurrka hárið smá upp svo mæli með góðri hárnæringu og olíu í hárið á meðan á meðferð stendur.

3. POKER STRAIGHT FLAT IRON PROTECTION SHINE MIST, LEE STAFFORD. Klárlega besta hitavörn sem ég hef átt. Ég er með þykkt hár og finnst ómögulegt að slétta á mér hárið nema að nota þetta efni. Hárið fær fínan glans af efninu og lyktin er einstaklega góð.

4. CURL IT BABY MOUSSE, GOSH PROFESSIONALEina krulluefnið sem ég hef átt seinasta árið en hef líka keypt það nokkrum sinnum. Nota það mest þegar ég vil fá krullurnar mínar fínar og set það þá í rakt hárið og kreisti músina vel í hárið. Finnst það samt virka lang best ef ég er að nota krulluhárnæringu á undan.

5. DRY SHAMPOO, BATISTE. Ég elska þurrsjampó, finnst þau vera mesta snilld sem til er. Einföld og þæginleg lausn til að laga hárið til þegar það þyrfti helst á hárþvott að halda en maður hefur ekki tíma eða einfaldlega nennir því ekki. Virkar líka vel til að fá smá fyllingu í hárið. Ég á alltaf tvo brúsa af þessu heima, ég fæ einfaldlega ekki nóg. 

Það besta við þessar hárvörur er að þær eru allar á fínu verði og fást til dæmis í Hagkaup, fyrir utan Miracle hair cream sem er aðeins selt á hárgreiðslustofum.

You Might Also Like

0 comments

Subscribe