NEW IN: Verndarhendur

7:53 AM


GreyHealing Hands

Verndarhendur eftir hönnunarteymið Vík Prjónsdóttur eru búnar að vera á óskalistanum hjá mér fyrir veturinn. Íslensk hönnun og framleiðsla já takk:) Ég ákvað að láta loksins eftir mér og greip gráan trefill með mér heim úr 
Kistu um helgina!

Þarna er ég alsæl með nýja trefilinn fyrir utan Hof. Í hreinskilni sagt hef ég ekki farið út nema með trefilinn minn síðan ég keypti hann. Á myndinni sést einnig í nýja bambusúrið mitt sem kom líka með mér heim - þarf að segja ykkur betur frá því seinna. Það getur verið erfitt að vinna í kringum fallega hluti svo stundum þarf maður að tríta sig :)

You Might Also Like

0 comments

Subscribe