In love: Afmælisútgáfa af Omaggio vasanum (lítill)

1:03 PM
Hversu fallegur?

Í tilefni af 175 ára afmæli Kähler var gefin út afmælisútgáfa af Omaggio vasanum sem flestir ættu að þekkja. Það skemmtilega við vasana er að þeir koma í takmörkuðu upplagi og eru rendurnar handmálaðar á hvern og einn vasa. Stærri vasinn er orðinn uppseldur en þessi minni er ekki enn kominn í sölu.
Fyrir forvitna er stærðin á honum:
Breidd: 8.5 cm
Hæð: 12.5 cm

Ég er búin að setja mig á biðlista eftir vasanum og er strax búin að ákveða hvar hann á að vera:) Ef þið hafið áhuga á vasanum þá er verslunin Kista farin að taka niður pantanir í tölvupósti: kista@kista.is. Einnig geti þið fylgst með á FB síðunni hjá Kistu hér.

Vasinn er væntanlegur í lok nóvember svo núna hefst biðin :)
You Might Also Like

0 comments

Subscribe