Esja Dekor: Top 5

6:25 PM

Ég ætla giska á að flestir hafi heyrt um vefversluna Esja Dekor sem opnaði snemma á árinu. Ótrúlega skemmtileg vefverslun sem ég hef mikinn áhuga á að skoða og láta mig dreyma. Læt mig dreyma um þessa hluti (og nokkra aðra)..1. Snurk Monogami rúmföt. Ég er áhugakona um falleg rúmföt og þessi rúmföt heilla mig. Skemmtilegt print og gaman að geta snúið rúmfötunum við og haft mismunandi lit.

2. Faunascape Kanínu eða Uglu plakat í stærð A3.Vá, þessi plaköt náðu mér alveg strax. Ótrúlega flott og öðruvísi. Þau koma ekki í ramma svo það er hægt að leika sér með liti í kringum plakötin.

3.Hoff kanínupúði. Hvað get ég sagt, kanínur eru sætar... Ég á kannski einn kanínupúða fyrir en það má alltaf bæta við. 

4. DCER húðflúr.Töff tækifæristattú sem endast í 2-5 daga. Tilvalið fyrir sérstök tilefni eða til að reyna finna perfect stað fyrir alvöru tattú :)
 

5. Pappaísbox: ÉG ELSKA ÍS.... Hversu sætar eru þessar litlu ísdollur? Það fylgja íspaðar með sem gerir þetta ennþá sætara. Ég myndi aldrei henda mínum, bara vaska, vaska og vaska upp..
 


Mæli með þið smellið hér og skoðið þessa flottu vefverslun betur :)

- marta kristín

You Might Also Like

0 comments

Subscribe