Inspo: Gat í eyrun

6:22 PMSem stendur er ég með þrjú göt í eyrunum en ég var með fjögur - eitt gat hægra megin & tvö göt vinstra megin. Ég er semsagt búin að fá mér gat uppi hægra megin tvisvar & tvisvar búin að ná að klúðra því. Áfram ég :)

Það sem hefur samt reddað mér er að ég á tvö pör af eyrnalokkum sem feika þetta look. SNILLD fyrir mig. Líka snilld fyrir þær dömur sem eru ekki tilbúnar (yet) að fá sér gat uppi!

Fékk þennan í H&M þegar ég var á Tenerife í október.. P.s. Já þetta er "tópas skot"


 Smá inspo myndir:
 Jæja, nú fer ég og læt skjóta í vikunni...
 Allt er þegar þrennt er :)

P.s. Erna vinkona senti svo á mig slóð með enn fleiri myndum ef þið hafið áhuga smellið þá hér ;)


- marta kristín

You Might Also Like

0 comments

Subscribe