Outfit: Babypink kápan mín

1:14 PMÞegar ég var á Benidorm keypti ég mér fallega bleika kápu í Zöru. Ég mátaði hana og varð ástfanginn. Ég tók svo eftir því að hún var gölluð og ekki önnur til, nema ég ætlaði að troða mér í xs. Ég ákvað að athuga hvort það væri til önnur á bakvið og lét starfsmann hoppa út um allt að athuga. Fyrsta svarið var nei og ég byrjaði að labba út úr búðinni (vælandi í mömmu hvað ég vildi mikið fá kápuna með heim). Hvað gerist svo? Kona kemur hlaupandi á eftir mér og réttir mér kápuna, í réttri stærð! Ég barðist við það að knúsa konuna og valhoppaði í staðinn út úr búðinni, með nýju kápuna mína! Ó, þvílík gleði:)

Í gær fór ég að sinna erindum í kápunni og bað afa um að smella mynd af mér. Ég er nefnilega nýbúin að kenna afa að taka myndir á símann minn (án þess að putti sé inn á myndinni eða myndin á hreyfingu).

Kápa: Zara
Hvítur plain bolur: Pimkie
Buxur: Vero Moda
Nike skór - Benidorm
Taska - Accessorize

More details:
Á þessari mynd sést mun betur liturinn á kápunni, babypink.

Úr: Pantað af elsku Aliexpress
Hringur: Mango
Naglalakk: H&M


Setti þessar myndir á Instagram í gær #martakristinjons, ef þið viljið elta mig, blikk blikk. 

Og hey já... Ég er svo mikið tölvunörd að nú er hægt að commenta í gegnum FB á síðunni. Endilega testið það fyrir mig :)

- marta kristín


You Might Also Like

0 comments

Subscribe