Home sweet home

3:25 AMÁ laugardagsnóttina kom ég heim frá Benedorm en ég fór með mömmu og vinkonu hennar í 11 nætur. Í ferðinni var slakað á, farið í sólbað, verslað, skoðað gamla bæinn og verslað aðeins meira. La Marina er verslunarmiðstöð á Benedorm sem var aðeins í 5mín fjarlægð með taxa frá hótelinu okkar. Þið getið reynt að ímynda ykkur gleði mína, ég var í himnaríki... Allar uppáhaldsbúðirnar mínar samankomnar á einum stað: H&M, Pull and bear, Stradivarius & Pimkie. Einnig voru aðrar búðir sem ég hafði ekki rekist á áður og endalaust af fallegum skóbúðum. Samtals fórum við fjórum sinnum í mollið en það var alltaf hægt að finna eitthvað meira til að kaupa (weeiiiird). 
Ég er að meta hvort ég eigi að koma með betri lýsingu á uppáhalds Spánar búðunum mínum svo ef það er áhugi fyrir því let me know :)

Ég ætla síðan að reyna vera dugleg að sýna ykkur nýju fötin sem eru tilbúin í fataskápnum fyrir sumarið:


Hárband: Snúllubúð í mollinu sem ég man ekki hvað heitir
Sólgleraugu: Leifsstöð, 5mín fyrir brottför
Kögurpeysa: Lindex hér heima
Toppur: H&M
Buxur: H&M
Skór: Nike skór keyptir á Tenerife


- marta kristín

You Might Also Like

0 comments

Subscribe