New in: e.l.f.

5:55 AM

Fannst ekki leiðinlegt að koma heim frá Reykjavík og finna pakka á rúminu mínu, ég hafði nefnilega pantað mér nokkra hluti fyrir helgi! Að mínu mati eru e.l.f frábærar snyrtivörur og það skemmir ekki fyrir að verðið er fáranlega lágt. Panta mér alltaf annaðslagið og á núna ágætis safn frá þeim! Einnig er hægt að versla vörurnar í búðinni Shop Couture, en það eru sömu eigendurnir:)


Litla sendingin: Kinnalitur, varalitir, varasalvi og tveir burstar.
Fannst tveir hlutir standa upp úr varalitirnir og varasalvinn..

Ég keypti semsagt tvo eins varaliti, einn fyrir mig og einn fyrir ömmu Dúfu. Þeir kosta aðeins 400 krónur stykkið og ég held þetta sé litur númer 5 sem ég kaupi mér. Mæli klárlega með þessum varalitum en ég á eftir að prófa minn nýja en hann heitir "Sociable". Þið getið kíkt á varalitina hér

Um leið og ég opnaði pakkann varð ég að prófa varasalvan sem ég keypti. Hann lofar mjög góðu og er meira segja ágætur á bragðið (hehe). Hann kostaði líka aðeins 400 krónur og heitir "Orange Créme". Þið getið kíkt á hann hér


Annars átti ég kósý daga í Reykjavík þar sem ég dró Petru vinkonu í búðir í nokkra klukkutíma hóst hóst. Þarf að sýna ykkur afreksturinn við tækifæri!

-Marta Kristín

You Might Also Like

4 comments

  1. ég heimta mynd með varalitnum! ;)))

    ReplyDelete
    Replies
    1. í hreinskilni er ég ekki nógu ánægð með hann, þarf að testa hann betur áður en ég smelli mynd hehe :)

      Delete
  2. Aldrei hægt að eiga nóg af varalitum :)

    ReplyDelete

Subscribe