FAB5!

4:36 PM

Það eru bara engin orð yfir það hversu mikil rotta ég er búin að vera seinstu daga, er reyndar búin að vera eitthvað fáranlega slöpp. Ég ákvað í morgun að hætta sjálfsvorkun og ætli ég þurfi ekki að taka fram plokkarann, sléttujárnið og auðvitað snyrtitöskuna. Ég ætla að taka það fram að ég hef ekki snert snyrtiveskið mitt í 4 daga, það er greinilega eitthvað að! HEHE!

 Ákvað að taka saman hlutina sem eru í uppáhaldi hjá mér þessa daganna

EnjooooY


FAB5!
nr.1. Ég dái ekkert meira en gott froðubað. Nýjasta lyktin sem ég á er ólívu njaaam!

nr.2. Aveda Blue Oil; Er róandi og slakandi olía sem virkar vel á hausverk, þreytu og vöðvabólgu!

nr.3. Ice Cream Bar; Lime Vanilla  - handaáburður. Ég á engin orð yfir hvað þessi lykt er góð, hún gerir mig glaða!

nr.4. Fína veðrið á Akureyri leyfir manni að fara út með sólgleraugu!!

nr.5. Music Music... Er búin að vera föst á Youtube seinustu daga og fæ einfaldlega aldrei leið á elsku Mr. Drake (og Rihönnuuuuuu)
Þetta lag gerir allt betra
- Marta Kristín veikindapjési

You Might Also Like

0 comments

Subscribe