NewStuff

2:56 AM

 "ÉG Á ENGIN FÖT" 


..Uppáhaldsdjammoutfittiðmitt..

Ég hljóp út um allt hús áður en ég kíkti út með vinkonum mínum á fimmtudaginn. Við höfum nú allar lent í því að eiga ekkert til að fara í svo ég treysti að þið veitið mér smá samúð..
Þegar ég var við það að gefast upp ákvað ég bara taka casual style á þetta og byrjaði á að velja mér hálsmen og fínan bol, 
smellti mér svo í gallabuxur og leðurjakkann. Þarf varla að taka fram að hælaskórnir voru skildir eftir heima...
 Nýjasta skartgripasendingin mín er úr búðinni Velvet og ég var sjúklega ánægð með hana. Fyrir utan að kaupa mér 3 hálsmen og hóst nokkur pör af eyrnalokkum, þá keypti ég líka smá gjafir handa vinkonum mínum. Langaði reyndar að eiga þetta allt sjálf svo ég er þegar búin að fá leyfi til að fá lánað það sem ég gaf. Svona á þetta að vera, deila, stelpur, deila! :)


Nýjustu hálsmenin frá Velvet.
Er ástfangin af því appelsínugula. Fyndnasta í vikunni var þegar ég var í nýrri skyrtu og var að monta mig við afa minn hvað ég hefði fengið góðan afslátt af henni. Afi var auðvitað ánægður með þennan frábæra deal minn en spurði svo hvort að hálsmenið væri líka nýtt. Svo það má segja að það vekji nú smá athygli haha :)


Mest notaða blingið þessa daganna... Þrjú af þessum hálsmenum voru gjafir frá vinkonum mínum. Þær eru dúllur <3


Ef þið viljið skoða meira blingbling þá er vefsíða Velvet hér :)


Langaði að smella einni mynd af djamminu með Petru&Mílu en  það þyrfti nú að ritskoða þær asni vel!

Hafið það gott um páskana
- Marta Kristín 

You Might Also Like

0 comments

Subscribe