Leona Lewis

6:11 AM Ég hef alltaf verið hrifin af vörum frá The Body Shop og fundist áhugaverð ýmis málefni sem búðin tekur sér fyrir hendi. Nýjasta samstarfið hjá Body Shop er við hina yndislegu og fallegu Leonu Lewis. Það er henni hjartans mál að berjast fyrir réttindum dýra og hefur hún verið grænmetisæta frá ungum aldri. Því er lína dömunnar 100% vegetarian og ekki prufuð á dýrum, en Body Shop hefur aldrei notað tilraunadýr til að prófa snyrtivörur sínar!!
Línan sem er í limited edition er væntanleg í búðir 25.mars.  
Ég myndi ekki hafa neitt á móti því að næla mér í eins og eina vöru... 


Leona með vörur úr línunni sinniHún er svo fáranlega falleg
Vörurnar í línunni hennar:
Limited Edition Collection by Leona Lewis Gaman að segja frá því að frá 11.mars verða snyrtvörur sem eru prófaðar á dýrum ekki leyfðar til sölu í Evrópu. Þessi auglýsing er svo súper sæt!

 Leona Lewis vann breska X-Factor árið 2006 og varð heimsfræg eftir það. Þetta lag með henni gerir mig bæði glaða og sorgmædda á sama tíma. Myndbandið er líka sjúklega fallegt.

- Marta Kristín

You Might Also Like

1 comments

  1. Vá hún er svo fín!
    Ps. blogg á dag kemur skapinu í lag?

    ReplyDelete

Subscribe