FLÉTTUR

3:32 AM

Stundum, samt bara stundum þá verð ég pirruð þegar ég sé stelpu með flotta fléttu í hárinu.
Afhverju?
Ekki er það vegna þess að mér finnst fléttur ljótar, né vegna þess að ég sé komin með leið á þessu endalausa trendi. Nei, það er bara útaf einu: ÖFUNDSÝKI!!!
Ég hugsa alltaf dem, afhverju gerði ég ekki svona líka. Svo tek ég einn hring í kringum dömuna á meðan ég reyni að finna út aðferðina sem hún notaði. 
Það að hafa fléttu er eins og að hafa fallegan fylgihlut, fléttur gera allt flottara. Ég meina hafi þið ekki tekið eftir því hvað ein falleg fiskiflétta eða jafnvel ein lítil fastaflétta getur gert mikið, þá meina ég fyrir heildar lúkkið

Svo dömur, næst þegar þið klæðið ykkur plain fyrir vinnudaginn eða jafnvel djammið, skellið þá einni eða jafnvel fleiri fléttum í hárið og þið eruð tilbúnar. Auðveldara getur það ekki verið!

Fléttur geta verið:
 Sætar & sumarlegar
 Fallegar & dramatískar
 Einfaldar & messy


Æfingin skapar meistarann
Svo það þýðir ekkert að væla! 


- Marta Kristín 

You Might Also Like

0 comments

Subscribe