ALLIR ÚT Á GÖNGU Í SUMAR!

2:00 PMÞessa síðustu daga er búið að vera leiðinlega mikil sól úti, svona á meðan ég á að vera inni að læra undir próf! Þá daga sem ég hef skriðið út úr holunni minni hef ég tekið eftir mörgum út á göngu með hund í bandi, jafnvel með tvo. Allir sem ég sá voru í bara venjulegum fötum sem er alveg gott mál.
EN ég vil fara að sjá dömur úti að labba með hundinn sinn í flottum og skemmtilegum fötum (Þá meina ég að dömurnar eigi að vera í þannig fötum, þó hundarnir megi það líka). Ég meina hversu svalt væri að keyra ´skógarlundahringinn' og sjá gellu úti að viðra hundinn sinn, klædd í sitt fínasta dress? Það er nú ekkert nýtt að gæludýr eru oft notuð sem fylgihlutur hjá fræga fólkinu. En afhverju ekki líka hjá hinum meðal smáborgara
Svo þið dömur sem eigið hund/kött/skjaldböku farið út að labba með gæludýrið ykkar og spókið ykkur í fínu fallegu fötunum ykkar! Menningarrölt verður svo miklu skemmtilegra þegar þið hafið með ykkur félagsskap!

Störtum svo svona sætu og sumarlegu trendiiii 
Einnig mega herrar endilega líka taka þátt í þessu. Mr. Chuck Bass er mögulega besta fyrirmyndin: Perfect jakkaföt, bleikt bindi og einn sætur hundur í bandi. 


Ps. Ég þarf að redda mér einni dvergkanínu til að geta tekið þátt í þessu trendi í sumar!- Marta Kristín 

You Might Also Like

1 comments

Subscribe