NÝ FÖT JÁ TAKK

2:29 PM


Það var nú smá gleðidagur hjá mér í gær þegar elsku mamma Rósa kom heim frá útlöndum. Fyrsta sem ég gerði eftir að ég knúsaði hana var að hlaupa í átt að ferðatöskunni hennar. Ég bara elska PAKKA!! Ég er  ennþá í skýjunum yfir öllu sem mamma keypti handa mér. Heppilegt að ég var nýbúin að versla mér bleik herðatré svo nýju fötin eru núna vel geymd í bleika fataskápnum mínum! Einnig verslaði mamma sér reyndar geggjuð föt líka svo ég mun stelast inn í fataskápinn hjá henni, bókað mál!


PAKKAR

Hér er fatahrúgan okkar mömmu. (Ath. einnig voru föt út á snúru haha)
Fékk þrjár töskur en þessi er úr HM og er uppáhalds. Finnst hún geðveik!


Þessi skyrta er líka úr HM. Súper sæt, langar að ganga í henni alla daga bara!Hlakka til að fá sumar og gott veður til að nýta nýju fallegu fötin mín <3

TAKK MAMMA!


- Marta Kristín

You Might Also Like

0 comments

Subscribe