KAT GRAHAM

2:23 PM

Kat Graham er fædd árið 1989. Hún er leikkona, söngkona, dansari og módel. Ég þekki hana einungis úr þáttunum The Vampire Diaries þar sem hún er ein af aðalleikurnum. Samkvæmt Imdb hefur hún samt komið fram í einum og einum þætti í t.d. The O.C., Malcom in the Middle og Hannah Montana og myndum eins og 17 Again og The Roommate. Hún leikur síðan aðalhlutverkið í dansmyndinni Honey 2. Hefur einhver séð hana?? Ætli ég endi ekki á því að horfa á hana við tækifæri, svona dansmyndir gera mig allaf svo glaða! EN já ég semsagt hafði ekki hugmynd um að hún væri líka söngkona. Hún túraði víst með The Black Eyed Peas árið 2007, hvernig fór það framhjá mér? Og á Youtube má finna nokkur solo lög með henni. Persónulega finnst mér þau nú ekkert spes en nýjasta lagið hennar er gott, Put your graffiti on me. Ég fékk það strax á heilann! Myndbandið er litríkt með töff dans og áberandi klæðnaði. Bæði Kat Graham og dansvinkonur hennar hafa allar sítt hár sleikt upp í mjög háan stert, svo sveifla þær hárinu svona hálft myndbandið, finnst það geggjað! Ég var reyndar búin að horfa á myndbandið svona 10 sinnum þegar mér var bent á að þetta væri leikkonan úr The Vampire Diaries (Takk María). Miðað við hvað lagið er gott gæti ég trúað því að hún fari að verða meira sjáanleg í tónlistarheiminum!!

Snilldar lag? U já


Lagið á Youtube

- Marta Kristín

You Might Also Like

0 comments

Subscribe