Nike Air Huarache Ultra

5:52 PM

NIKEÞessir skór eru líklega bestu kaupin mín í langan tíma og ég er algjörlega ástfangin af þeim. Þeir voru reyndar keyptir handa mér þar sem ég var búin að væla um nýtt Nike par í nokkra mánuði... Þessir heita semsagt Nike Air Huarache Ultra og ég ákvað að taka mína í svörtu. Klassískir & passa við allt! Og já þetta eru klárlega þægilegustu street skór sem ég hef átt. Þeir eru mjög léttir og það besta er að ég þarf ekki að reima þá þar sem það er teygja að aftan. Ég sá svo í dag að það er komin ný týpa Air Huarache Ultra Breath sem er svona sumarútgáfa af þessum. Núna þarf ég bara eitt par í hvítu og ég er good út árið...

 Happy shooooooping xx

You Might Also Like

0 comments

Subscribe