MOON CALENDAR 2016

5:31 AMMoon Calendar 2016 var að koma út í vikunni. Dagatalið sýnir alla mánuði ársins 2016, hvenær tungl er í fylllingu og hvenær það er nýtt. Það er hannað af hjónunum Berglindi Mari Valdemarsdóttur og Sverri Ásgeirssyni. Þetta er annað dagatalið frá þeim en það fyrsta kom út árið 2015. Ég vann stutttlega með Berglindi heima á Akureyri og þegar ég spurði hana nánar út í verkefni þeirra hjóna sagði hún: 

Tunglið hefur alltaf heillað okkur. Með dagatalinu viljum við færa náttúruna örlítið nær manninum aftur. Fá fólk til að staldra við og hugsa um eitthvað annað en daglegt amstur hversdagsins. Lifa í núinu og fylgja riþma náttúrunnar.


Dagatalið kemur í einföldum & stílhreinum pakkningum. Stærðin er 50x70 cm, sem passar í myndaramma frá Ikea. 

Moon Calendar 2016 kemur skemmtilega út á ýmsum stöðum heimilisins en ég væri klárlega tilbúin að hafa eitt inn í svefnherbergi hjá mér. Fullt tungl verður næst 24.01.2016, ég ætla klárlega að taka kvöldið frá!

Moon Calendar 2016 fæst núna í Kistu & Sjoppunni.

Happy shopping xYou Might Also Like

0 comments

Subscribe