Top 4 - tónlist

6:34 AM

Stundum þá ætla ég að fara sofa en ákveð að hlusta á eitt lag á Youtube. Lögin verða þá oftast í fleirtölu þar sem ég get gleymt mér tímunum saman við það að hlusta á tónlist & horfa á myndböndin. Já ég elska tónlistarmyndbönd.... Þessi lög standa upp úr í vikunni:


Sam Smith..... Þarf ég að segja eitthvað meira? Gamaldags lag með fallegum texta og myndbandið endurspeglar lagið fullkomlega. Perfect!


Troye Sivan samdi lagið um vin sinn sem átti í baráttu við þunglyndi. Textinn við lagið heillaði mig strax svo ég mæli með að þið hlustið á lagið og lesið textann hér.  

"It's about loneliness and the different ways that people cope with the things that are going on in their lives." - Troye Sivan


Ég var að uppgötva þennan söngvara og ég er súper ánægð með hann. Þægilegt lag sem fór strax á replay hjá mér! 


Mögulega uppáhalds lagið mitt þessa dagana. Góður taktur, skemmtilegur texti og fínasta myndband. Hvernig er ekki hægt að elska lag þar sem Macklemore & Ryan Lewis koma við sögu?

Næst á dagskrá hjá mér er að sækja þessi lög og smella þeim á ipodinn!

P.s. Ætli ég þurfi ekki næst að skrifa lista aðeins með söngkonum svona til að laga kynjahlutfallið ;)
You Might Also Like

0 comments

Subscribe