SNEAKERS 2014

6:36 PM


Þeir sem þekkja mig vita að ég elska strigaskó... Það er alltaf jafn erfitt fyrir mig á veturna þegar veðrið hér heima á Akureyri bíður bara ekki upp á þennan skófatnað. Einum oft reyni ég samt að svindla, skil vetraskóna eftir heima og hoppa út á strigaskóm og í 90% tilvika er það ekki góð hugmynd... Ég get ekki beðið eftir vorinu & sumrinu og getað farið út á strigaskóm án þess að detta á rassinn í hálku. 
Þegar það varð allt í einu súper trend að vera í íþróttaskóm við öll outfit þá fannst Mörtunni gaman. Nema ég var oft sú eina sem var kannski líka í þeim á djamminu (það er önnur saga). Anyway: Hvaða strigaskór verða mest áberandi í sumar? Það er ekki hægt að reikna með öðru en að Nike haldi sinni sigurgöngu áfram ásamt því að fá samkeppni við New Balance skóna & mögulega nýjasta æðið "slip on"...

NIKE

Elsku Nike.... Á Íslandi mætti stundum halda að það væru bara til ein tegund þegar það kemur að íþróttaskóm, Nike. Allt í einu var annar hver íslendingur í Nike skóm, sem dæmi Nike Free. Ég var svo sem ekkert að hata það enda er ég harður aðdáandi Nike. Þægilegir skór sem líta vel út, þarf ég að segja meira? Annars er ég búin að vera ástfangin af Nike Air Max núna í langan tíma. Ó, hvað ég vil eitt þannig par. Þeir eru næst á dagskrá hjá mér svo ég nái að fá mitt 10 Nike par!

     Draumaskórnir mínir sem voru ekki til í mínu númeri
     þegar ég fann þá á Spáni í fyrra. DÆSH.NEW BALANCE

New Balance er merki sem verðskuldar athygli okkar og hefur smá týnst í Nike brjálæðinu. Klassískir skór og til í ýmsum fallegum litum. Ég var að meta hvort ég ætti að skella mér á eitt svona par í haust en endaði svo á því að kaupa mér tvö Nike pör, úbbs. Eitt svona par fyrir sumarið væri því tilvalið í staðinn. 

 SLIP ON

Þessi skór eru að koma með eitthvað voðalegt "comeback" eins og maður segir. Kannski ekki beint strigaskór en svona í þá áttina.. Lúmskt sætir skór. Perfect til þess að smella sér í þegar maður er að fara út og nennir ekki að reima (ég hata að reima).


 

     Hlébarðamynstrið er howt howt þessa daganna..Hvað er að heilla ykkur mest?


- marta kristínYou Might Also Like

2 comments

  1. Under armour skórnir eru líka geggjaðir! :D
    http://www.heimkaup.is/images/heimkaup_is/product_list/94/7294/7294-3-under-armour-micro-g-monza-hlaupaskor.jpg

    ReplyDelete
  2. Seinfeld og Larry David láta líka hvergi sjá sig í öðru en strigaskóm, íþróttaskór fyrir Seinfeld og götustrigaskór fyrir LD.
    IH

    ReplyDelete

Subscribe