NUDE BEAUTY Awards 2013

4:57 AM


heilsida

Listann í heild sinni getur þú skoðað hjá Nude Magazine, hérÉg tók saman þær snyrtivörur sem ég gæti hugsað mér að skoða aðeins betur. Eins og þið sjáið eru þetta allt vörur sem voru í "budget" flokknum en ég hef bara aldrei vanið mig á að kaupa dýrar snyrtivörur :)
Budget BB Krem ársins:
All in One BB Cream SPF 15- GOSH
GOSH á lof skilið fyrir að setja á markað ódýrt BB krem sem jafnframt kemur í fimm mismunandi litum og geta allir fundið sinn lit þar á meðal. Kremið er létt, situr vel á húðinni og jafnar út húðlitinn.
Budget Farði ársins:
Healthy Mix Foundation – Bourjois 
Frábær farði sem hentar öllum og skapar fallega, náttúrulega áferð. Hann varð fyrir valinu því hann er einfaldur, jafnar húðlitinn vel út og auðvelt fyrir flest alla að finna réttan lit fyrir sig.
Budget Hyljari ársins (undir augu):
True Match Touche Magique – L’Oreal
Þessi penni kom okkur virkilega á óvart með ljóma, þekju og endingu. Hann skarar auðveldlega fram úr á sínu sviði stendur við stóru loforðin.
Budget Maskari ársins:
False Lash Effect – Max Factor
Þessi maskari var valinn fyrir þær sakir að burstinn greiðir vel úr augnhárunum og nær vel að rótum augnháranna. Maskaraformúlan sjálf er mjög góð og endist vel.
Blautur eyeliner budget:
Super Liner Duo Precision – L’Oreal
Virkilega endingargóður eyeliner sem er mjög auðveldur í notkun og býr yfir sterkum lit. Hægt er að snúa honum á tvo vegu, sem eykur notagildið hans.
Lip Plumper ársins
Lip Inflation – Sally Hansen
Það er eitthvað kraftaverk sem gerist þegar þetta fer á varirnar. Yfirborð þeirra sléttist, þær verða mjúkar og fyllri.
Budget Farðahreinsir ársins
Pure and Natural Cleansing Milk – Nivea
Áhrifaríkur, ódýr farðahreinsir sem býr yfir náttúrulegum innihaldsefnum og Argan olíu, sem auðveldar ennþá frekar að taka af farða. Hentar öllum húðgerðum.

I WAN'T:
Mest á óskalistanum er farði frá Bourjois, hyljari undir augun frá L'Oreal og Lip plumper frá Sally Hansen! Reikna svo fastlega með því að ég muni henda einum varalit með í pokann, kominn tími á að fá einn nýjan lit :)
- marta kristín



You Might Also Like

0 comments

Subscribe