little black dress (LBD)

1:32 AM"An LBD is meant to be that go-to item that you can wear anywhere and anytime,
 especially when all else fails"


Hver hefur ekki heyrt um little black dress (LBD) ?
Það er talið að allar konur eigi að eiga allavega einn þannig kjól! 

Það má segja að það auðveldi lífið að eiga svona flík inn í skáp- ég nota minn alltaf við glans leggings sem ég á, sem ég er einnig búin að nota alveg endalaust btw. Þetta tvennt saman plús random skór&jakki&skartgripir =  Getur ekki klikkað! Minn kjól keypti ég í Primark fyrir tveimur árum síðan og ég nota hann bæði hversdags og spari. Besta við hann er að hann er með síðum ermum svo möguleikarnir verða eiginlega enn fleiri heldur ef hann væri ermalaus.Smelli mér því oft í leðurvestið mitt eða loðvestið yfir kjólinn.

 Ég hef samt verið að hafa augun opin fyrir öðrum LBD,
ég meina það skaðar ekki að eiga fleiri en einn.. Ég fann á netinu átta reglur sem er gott að hafa til hliðstjónar þegar
verið er að reyna finna hinn fullkomna LBD:
(ég reikna með að þið kunnið eitthvað í ensku, erþaðekki)
1. Do not let trends dictate your taste
2. Dress for your body type
3. Accessorize
4. Add a shot of colour
5. Spend wisely
6. Look for a dress that's practical and versatile
7. Don't diet to fit into your dress
8. Be mindful of the occasion
Ítarlegri upplýsingar eru hér.

Image 1 of ASOS Embellished Polo Bodycon DressImage 1 of ASOS Midi Skater Dress With Textured T-ShirtImage 1 of ASOS Crepe Dress With Frill SideImage 1 of ASOS CURVE Exclusive Sweat Dress With Lace Sleeves
Hjá Asos er hægt að finna gott úrval af LBD
Smelltu hér ef þú vilt sjá meira!


Ég mæli með að finna kjól sem er alveg súper einfaldur, less is more. Finna snið sem þú ert ánægð með og þú veist þú getir nýtt þér fyrir mismunandi tilefni. Fínt er að passa að kjólinn sé aðeins annaðhvort "smá" fleginn eða stuttur - ef hann er bæði ertu líklegri til að nota hann bara þegar þú ert að fara eitthvað fínt eða á djammið. Persónulega elska ég að minn sé með síðum ermum en annars er líka fínt að hann sé með stuttum ermum, auðveldar daglega notkun. Svo er aðalmálið að taka fylgihlutina og gera eitthvað crazy :)


- martakristín

You Might Also Like

0 comments

Subscribe