Hart of Dixie

4:34 AMÉg elska þegar vinkonur mínar spurja hvaða sjónvarpsþætti þær eiga að downloada (auðvitað löglega). Ég tel nú reyndar oftast upp sama listann þar sem New Girl kemur alltaf fyrst en það er einn þáttur sem ég held að ekki margar séu að fylgjast með, Hart of Dixie. Ef ég hef rangt fyrir mér endilega látið mig vita!
 Ég er allaveganna búin að gera tvær vinkonur mínar alveg hooked sem er gott fyrir mig, elska að ræða hvað gerist í þáttunum:)
Ég byrjaði að horfa á Hart of Dixie þar sem ég sá að aðalleikonan er Rachel Bilson, sem lék jú Summer í The O.C í "gamla daga". Þættirnir eru í stuttu máli um Zoe Hart, sem Rachel Bilson leikur, sem ætlar sér að verða skurðlæknir í NY en endar svo sem "small town doctor" í Bluebell, Alabama. Þættirnir snúast þó meira um félagslíf hennar í bænum og jú karlmennina... Þeir eru nú ein ástæðan fyrir því að ég horfi á þessa þætti (hot hot hot). Seinni ástæðan er sú að ég elska að fylgjast með tískunni í þáttunum þar sem hún er mjög mismunandi, vintage í bland við allt það nýjasta...


Núna er önnur sería í gangi svo fyrir þær sem vilja hafa kósý sunnudag þá er nóg til að horfa á :)


Ágætis dæmi um mismunandi tísku í þáttunum


Seinni ástæðan fyrir því að ég horfi á þennan þátt..
Hello handsome


Textinn við þessa mynd á vel við þar sem gaurinn kemur fram hálfnakinn í næstum því hverjum einasta þætti... Ég grínast ekki með svona hluti!

Borgarstjórinn í bænum, já takk!

Aftur, í stuttu máli er þessi þáttur skemmtilegur, kjánalegur og með nóg af rómantík. Hvað er meira hægt að biðja um?

- Marta Kristín

You Might Also Like

3 comments

Subscribe