BATISTE ÞURRSJAMPÓ

5:12 AM

Þurrsjampó er mesta snilld sem ég veit um, ever! Ég hef heyrt mismunandi sögur af öðrum merkjum en Batiste er snilld svo ég ætla að mæla með því.
 Einföld og þægileg lausn þegar hárið er orðið feitt, smá sprey og hárið lítur út fyrir að vera ný þvegið. 
Einnig er snilld að setja það í hreint hárið bara til að fá aukna lyftingu í það. Allar stelpur vita það að ef maður sofnar með blautt hárið eru 99% líkur að hárið er óstjórnlegt þegar maður vaknar. Þar sem ég sofna aðeins of oft með blautt hárið þá hefur þurrsjampóið bjargað mér, sérstaklega þegar það er svona kalt úti og ekki séns ég fari að bleyta á mér hárið áður en ég skoppa út. Ég ætti kannski að viðurkenna að þessa daganna er húfa límd við hausinn á mér svo ég ætti að geta púllað rottulegt hár alla daga..
Semsagt kostirnir eru endalausir og ég get ekki nefnt neinn ókost? Verðið skemmir líka ekki fyrir þar sem 200ml brúsi kostar undir 1000 kallinn í Hagkaup. Einnig er til svona ferðastærð sem er snilld til að hafa í töskunni eða fyrir þær sem vilja prófa! Mæli klárlega með Tropical tegundinni, lyktin er æði!



Sumarlegar umbúðir, love it!



Þessi auglýsing fær þig til að hlaupa út í búð ekki satt?


- Marta Kristín





You Might Also Like

4 comments

  1. Vá! ég er næstum því farin niður í Hagkaup að kaupa!! Hentar þetta öllum hártegundum? :)
    Tóta

    ReplyDelete
    Replies
    1. Já elsku Tóta mín. Það eru nokkrar gerðir sem eiga að hafa mismunandi effect en gerir í raun allt svipað. Þar sem þú setur þetta bara í rótina á hárinu þá skiptir ekki máli þurrt/þykkt/feitt hár! : Hlauptu í Hagkaup dúlla :)

      Delete
  2. Ohhh það er allt of langt síðan þú sýndir mér þetta, ég verð virkilega að fara að prófa þetta!!!!

    ReplyDelete
    Replies
    1. ég hef trú á þér annars þarf ég að gefa þér<3

      Delete

Subscribe