Listin við að skipuleggja

5:28 PM

Ég hér með skal viðurkenna að ég er ekki beint skipulögð. Þegar ég er orðin stór ætla ég samt að vera skipulögð....
 Á nýju ári hef ég byrjað svona 44 sinnum á því að laga til með því markmiði að fara alla leið en alltaf gefist upp. Planið er samt að henda öllu drasli, setja hluti sem ég nota lítið í kassa upp í skáp og setja skartgripi, snyrtidót og annað sem ég nota daglega í allskonar fallega kassa eða bara leyfa þeim að njóta sín. Afhverju að fela falleg hálsmen í skúffum þegar hægt er að njóta þess að sjá þau alla daga?

Vá það verður að viðurkennast að þetta er frábær hugmynd hjá mér, vonandi byrja ég strax á morgun (en þar sem ég er ekki vön að vilja skipuleggja daginn fyrir fram þá verður það kannski bara hinn daginn).
Til að koma mér betur að verki ákvað ég að leita af inspiration fyrir komandi verkefni. Sætar og sniðugar hugmyndir eru endalausar svona á meðan maður nennir að eltast við þær :)

Sniðugt að hafa kassana í stíl en ekki í 15 mismunandi litum eins og ég er með... 


Love it


Að hafa snyrtidótið í röð og reglu er fögur sjón


Ætli ég þurfi ekki 99 dollur undir mitt crap


Einfaldleiki í stað þess að henda öllum hálsfestunum á sama snagann


Sætasta hugmynd sem ég hef lengi séð


Fallegt fallegt og já fallegt


PERFECT... Stefnan er að skúffurnar mínar verði svona og ég get með stolti sagt að ein er orðin ágætlega vel skipulögð


Ef þessi mynd á ekki vel við núna þá veit ég ekki hvað...

- Marta Kristín







You Might Also Like

1 comments

Subscribe