Ég elska ömmupeysur

11:42 AM


HVER ELSKAR EKKI STÓRAR KÓSÝ PEYSUR?
 Tjaaa það eru víst sumir sem gera það ekki... 

Ég ákvað að kíkja ekki inn í fataskápinn minn og athuga hversu margar slíkar peysur ég á, kannski mana ég mig í það á eftir! Anyway þá vaknaði ég í morgun og átti erfitt með að skríða á fætur, helv..djöfulsins frost hugsaði ég og langaði að sleppa því að fara út... En hvað gerði ég? Jú, ég skellti mér í stærstu og hlýjustu peysuna sem ég á, setti á mig húfu og trefil og tróð mér svo í ullarsokkaAð mínu mati eru þessar peysur nauðsynleg eign fyrir okkur dömur sem búum í þessu yndislega vetralandi. Þó skal ég reyndar viðurkenna að í fyrra sumar skellti ég mér oft í stóra kósý peysu þegar að sólin ákvað að kíkja ekki í heimsókn.. Svo ég nota þær allaveganna 348 daga ársins (hehe).

Ákvað að finna nokkrar myndir af fallegum kósý peysum til að deila með ykkur. Ég alveg elska þessi endalausu mynstur sem peysurnar koma í og litirnir skemma ekki heldur fyrir! :)

ÁFRAM ÖMMUPEYSUR!- Marta Kristín kuldaskræfaYou Might Also Like

1 comments

Subscribe