Þegar þessir lampar komu til landsins vissi ég að ég yrði að eignast einn ananas. Ég er búin að eiga minn í núna tvo mánuði og ég kveiki á honum öll kvöld. Ég er alveg fáranlega ánægð með hann. Ég ákvað að fá mér gulan en mér finnst allir litirnir geðveikir. Má ekki hafa fleiri en einn á heimilinu? Lamparnir fást á nokkrum stöðum en ég fékk minn að sjálfsögðu í Kistu á Akureyri.
Það má segja að ég elski Omaggio vasana frá Kähler.
Ég er reyndar bara mikill aðdáandi Kähler yfir höfuð.
Mig langaði að deila með ykkur nokkrum myndum af
Ég er reyndar bara mikill aðdáandi Kähler yfir höfuð.
Mig langaði að deila með ykkur nokkrum myndum af
Instagraminu mínu:
Þessi litli kom í takmörkuðu upplagi & ég varð strax skotin í honum.
Hann passar fullkomlega saman við kertastjakann minn
frá Nicholas Oldroyd sem ég fékk að gjöf frá yndislegri vinkonu sem
hafði séð hann á blogginu hjá mér.
Þessi silfurlitaði Omaggio kom lika í takmörkuðu upplagi.
Hann er í miðstærð og er í eigu mömmu.
Hann stendur sjaldan tómur enda væri það synd.
Við systkinin gáfum svo mömmu þennan í afmælisgjöf
í fyrra. Hann er bæði flottur upp á
borði og á gólfinu þar sem hann er vel stór.
Þessi vasi er svo í mestu uppáhaldi en ég keypti mér hann seinast þegar ég var á Akureyri.
Hann er hvítur með perluáferð og
hann er fullkominn með hvítum blómum í.
Þegar maður er að eyða laugardagskvöldinu sínu í það að læra undir lokapróf þá getur hugurinn reikað annað... Ég er búin að skoða flestar bloggsíður, fataverslanir og allt Snapchat story-ið mitt. Það skemmtilegasta þar í dag er klárlega Haustfjörð snappið (haustfjord.is) þar sem það er afsláttarkóði í boði. Það er kannski ekki sniðugt fyrir Mörtu sem er að reyna spara en.. Ég er komin með þessa hluti í körfu en ég er mest spennt fyrir Vixen augnhárunum frá SocialEyes & varaolíunni frá Milani. Ég er búin ætla lengi að fjárfesta í þessum tveimur hlutum enda búin að heyra endalaust talað um þá!
Ég mæli með að þið kíkið inná Haustfjörð ef þið eruð líka heima á náttfötunum á þessu frábæra laugardagskvöldi. Núna ætla ég að halda áfram að læra og athuga hversu mikla sjálfstjórn ég hef..
Angle Contouring C454 - Crown Brush
Revitalizing Grapefruit - Milani
Jelly Bean - Sleek
Vixen - SocialEyes
Ég mæli með að þið kíkið inná Haustfjörð ef þið eruð líka heima á náttfötunum á þessu frábæra laugardagskvöldi. Núna ætla ég að halda áfram að læra og athuga hversu mikla sjálfstjórn ég hef..
In
IVY PARK
Ég held það viti allir hvað Beyoncé er að gera þessa dagana... Á meðan ég hlusta á Lemonade á replay skoða ég fatalínuna hennar. Inn á Topshop stendur shop the basketball look.. Á óskalistanum er þessi oversized hettpeysa & derhúfa. Æjii ég vil bara eiga eitthvað úr línunni svo ég geti verið jafn kúl og hún..
Þessir skór eru líklega bestu kaupin mín í langan tíma og ég er algjörlega ástfangin af þeim. Þeir voru reyndar keyptir handa mér þar sem ég var búin að væla um nýtt Nike par í nokkra mánuði... Þessir heita semsagt Nike Air Huarache Ultra og ég ákvað að taka mína í svörtu. Klassískir & passa við allt! Og já þetta eru klárlega þægilegustu street skór sem ég hef átt. Þeir eru mjög léttir og það besta er að ég þarf ekki að reima þá þar sem það er teygja að aftan. Ég sá svo í dag að það er komin ný týpa Air Huarache Ultra Breath sem er svona sumarútgáfa af þessum. Núna þarf ég bara eitt par í hvítu og ég er good út árið...
Happy shooooooping xx
Vorið er komið sem þýðir það að okkar daglegi fatnaður er að breytast smá saman. Fyrir mér er komið vor þegar ég fer aftur að ganga í ljósum gallabuxum og ég þarf oftast finna þær upp í skáp. Ég veit að sumir sjá ekkert athugavert að vera í þeim 365 daga ársins en ég get ekki að þessu gert (haha). Ripped jeans eru mjög vinsælar núna og þær eru perfect fyrir sumarið. Ég ákvað að setja smá INSPO myndir hér fyrir neðan en tvær vinkonur mínar spurðu mig í vikunni hvort þær væru YES or NO. Mitt svar er auðvitað YES!
Á óskalistanum hjá mér eru nýjar ljósar gallabuxur og hvítir Nike strigaskór, enda er allt betra með hvítum skóm!