Ræktaroutfit

4:42 AM



Gym

Ég er búin að koma mér upp fínni ræktarrútínu og það sem er að auðvelda mér málið er að hafa tilbúin ræktarföt fyrir hvern dag. Þegar ég er sem lötust þá fer ég í ræktarfötin innan undir fötin sem ég fer í skólann svo ég sé líklegri til að koma við í ræktinni á leiðinni heim - Bless köld íþróttaföt út í bíl!

Að ofan: Ég er oftast í hlýrabol og langermabol/peysu. Ég er svolítil kuldaskræfa svo stundum er ég líka í renndri peysu yfir, svona til að byrja með. Ég á tvo Anita íþróttabrjóstahaldara frá Eirberg og nota þá bara. Mæli klárlega með þeim enda er ég alltaf á leiðinni að kaupa mér einn auka. 

Að neðan: Uppáhaldsræktar buxurnar mínar eru Nike tight fit. Ég er búin að eiga mínar núna í hálft ár og ég elska þær. Ef þú nennir ekki að spá í því hvort buxurnar þínar séu gegnsæjar þá mæli ég með þessum! Útaf tolllækkunum hér á Íslandi eru þær á mjög fínu verði (í kringum 9000kr. í flestum verslunum). Nike skórnir mínir heita Nike lunarglide 7, ég keypti þá vegna þess að þeir eru bleikir. Djók... þeir eru mjög góðir!

Aukahlutir: Í töskunni minni er ég alltaf með nóg af teygjum, hárspennur og hársprey, ekkert meira pirrandi en aukalokkar út um allt. Ipodinn minn er besti vinur minn og ég er nýlega farin að hafa símann með líka, svona til að drepa tímann þegar ég hjóla. Það sem mér finnst samt verst að gleyma eru grifflurnar mínar. Ég veit að sumum finnst asnalegt að nota þær en það skiptir mig engu máli. Ég nota þær sama hvort ég er að gera léttar æfingar eða þungar þar sem mér finnst skipta miklu máli að hafa gott grip (kveðja klaufinn).

Núna er ég orðin mega peppuð & ætla í ræktina, í nákvæmlega þessu outfitti !

You Might Also Like

0 comments

Subscribe