Ég mæli með: Lumie bodyclock frá Eirberg
6:23 AM
Er ekki eðlilegt að hafa alltaf átt sér drauma vekjaraklukku? Ég hef alltaf átt mjög erfitt með að vakna á morgnana og þá sérstaklega snemma (haha). Kærastinn minn gaf mér Lumie vekjaraklukku frá Eirberg í vor og ég varð ekki fyrir vonbrigðum, ég elska hana. Í stuttu máli er vekjaraklukkan með ljósi sem á að vekja mann hægt og rólega og líkjast sólarupprás. Ég er mína klukku stillta þannig að hálftíma áður en ég ætla að vakna byrjar að koma birta frá klukkunni sem eykst smá saman. Ég skal viðurkenna að fyrstu dagana vissi ég aldrei hvað var í gangi þegar ég vaknaði og vissi ekki hvort það var dagur eða nótt. Það tók mig svona viku að venjast því haha.. Mér finnst ég vakna hressari heldur en þegar ég vakna við pirrandi pípp frá símanum mínum. Þegar ég nota klukkuna og er í rútínu þá er ég ekki að snooza alla morgna eins og ég er meistari í. Það segir sig auðvitað sjálft að ef maður er ekki með neina svefnrútínu þá er kannski ekki ein vekjaraklukka að fara breyta því að maður vakni alltaf súperfresh - þó hún hjálpi mér alveg þegar ég er í svefnrugli (bless jólafrí).Ég mæli með að allar svefnpurkur landsins kíki á þessa snilld eða bara þeir sem vilja vakna hressari á morgnana.
Það eru til þrjár týpur af vekjaraklukkunum og er mín í milli verðinu (Lumie Bodyclock Go 75). Hér er hægt að skoða þær betur.
0 comments