Hvernig er best að viðhalda rauðum hárlit
9:24 AM
Ég er með litað rautt hár & ég elska það. Það sem ég elska ekki jafn mikið er hvað það er mikil vinna að viðhalda rauða litnum í hárinu. Ég andvarpa... Fyrir þær sem eru í sama pakka og ég þá ætla ég að koma með nokkur snilldar ráð til að viðhalda rauða litnum sem lengst í hárinu. Ef þú ert með litað hár eru þessi ráð líka góð :)
Þegar þú ert ný búin að lita hárið:
- Ekki þvo hárið fyrstu 48 klst, lengur ef þú getur
- Reyndu að nota sem minnst hárblásara, sléttujárn & krullujárn
- Heitt vatn er þinn helsti óvinur
- Hafðu ákveðið handklæði sem má skemmast til að þurrka hárið
- Hafðu gamalt púðaver utan um koddann þinn - það getur smitast litur á það
Hvernig er best að viðhalda litnum:
Það sem ég hef lært er að regla númer 1, 2 og 3 er að nota ekki heitt vatn þegar ég þvæ á mér hárið. Ég er líklega ein mesta baðkona landsins og ég get ekki líst því með orðum hvað mér finnst erfitt að fara ekki með hausinn ofan í heita góða baðið mitt EN það er vel þess virði. Það er best að hafa hárið í hnút á meðan þú ert í sturtu/baði og bleyta það bara undir lokinn með köldu eða volgu vatni. Ég svindla líka stundum þegar ég fer í bað og bleyti ekki á mér hárið heldur nota þurrsjampó í staðinn. Ég elska þurrsjampó.
Ég þarf að fara fríska upp á litinn sem er í hárinu á mér en ég er bara ekki að nenna að svitna rauðum svita í ræktinni næstu daga haha :)
- Þvo/bleyta hárið eins lítið og þú getur
- Nota alltaf kalt vatn í staðinn fyrir heitt
- Nota gott sjampó & hárnæringu fyrir litað hár
- Nota góða hitavörn ef þú notar hárblásara eða ætlar að slétta á þér hárið.
- Nota þurrsjampó til að sleppa hárþvottum
Það sem ég hef lært er að regla númer 1, 2 og 3 er að nota ekki heitt vatn þegar ég þvæ á mér hárið. Ég er líklega ein mesta baðkona landsins og ég get ekki líst því með orðum hvað mér finnst erfitt að fara ekki með hausinn ofan í heita góða baðið mitt EN það er vel þess virði. Það er best að hafa hárið í hnút á meðan þú ert í sturtu/baði og bleyta það bara undir lokinn með köldu eða volgu vatni. Ég svindla líka stundum þegar ég fer í bað og bleyti ekki á mér hárið heldur nota þurrsjampó í staðinn. Ég elska þurrsjampó.
Ég þarf að fara fríska upp á litinn sem er í hárinu á mér en ég er bara ekki að nenna að svitna rauðum svita í ræktinni næstu daga haha :)
0 comments