In
home,
home decor
Ég verð að viðurkenna að ég elska útsölur og því meiri afsláttur því betra. Ég hef reyndar orðið mun klárari að versla á útsölum heldur en ég var (stundum er gott að fullorðnast). Núna er í flestum búðum búið að auka afsláttinn af útsöluvörum og því er algjör snilld að nýta sér það. Ég var búin að kíkja einn hring í helstu búðirnar og athuga hvort það væri eitthvað á útsölu sem ég gæti hugsað mér að eiga. Svo fór ég og straujaði kortið smá. Stundum borgar sig að vera þolinmóður :)
Þegar ég fer á útsölur er mjög auðvelda hægt að flokka það sem ég kaupi í 3 flokka:
1. Basic fatnaður
Það sem ég kaupi mér oftast á útsölu eru flíkur sem eru plain eða basic sem ég veit að eru ekki að fara "detta úr tísku". Ég hef mikið keypt mér flíkur til að nota meira spari eins og svartar skyrtur og hvíta boli. Ég keypti mér núna um daginn svartan fallegan flauel bol & svartan rúllukragabol í F&F á klink!
2. Draumaflíkin
Stundum er ég búin að vera með augastað á ákveðinni flík í einhvern tíma og þá er tilvalið að kaupa hana þegar hún kemur á afslátt. Í mínu tilfelli kom vinkona mín heim í stutt frí frá útlöndum og kom heim með draumaskóna mína sem hún fann á útsölu (auðvitað Nike skór).
3. Kósý outfit
Stundum má alveg kaupa eitthvað bara því það er kósý og ódýrt. Ég get keypt endalaust af bolum og peysum sem ég ætla bara nota sem heimaföt.. Ég elska heimaföt.
Vonandi hjálpaði þetta einhverjum sem er á leiðinni á útsölur í vikunni. Svo má bara taka mig með því það sem mér finnst skemmtilegast á eftir því að kaupa mér föt er að láta einhvern annan gera það ;)
Þessi færsla er ekki kostuð
Ég elska að hafa símann minn í fallegu hulstri og á tímabili pantaði ég mér oft af Ebay ódýr og sæt hulstur. Ég áttaði mig þó fljótlega á því að ef ég vildi eiga Iphone 6 símann minn lengur en nokkra mánuði þyrfti ég að breyta til. Ég rakst þá á hulstrin frá Milkyway og núna hef ég bara notað þau í rúmt ár. Ég er semsagt algjör klaufi og síminn minn nær mjög oft að lenda í gólfinu. Ég veit ekki hvort það sé hulstrinu að þakka að síminn minn er ennþá á lífi eða bara plain luck... Ef þið eruð að leita ykkur af nýju hulstri mæli ég með að kíkja á þessi. Ég er að spá í að panta mér 1-2 ný hulstur svona í tilefni föstudags :)
In
New Look
Ég kíkti á New Look í gærkvöldi til að skoða hvort það væri eitthvað skemmtilegt á útsölu. Auðvitað þurfti ég að skoða líka nýjar vörur og fannst þær aðeins meira spennandi. Núna vil ég panta bol og peysu í þessum fíling (baseball hvað?). Perfect saman við gallabuxur, leðurjakka, strigaskó og derhúfu! Ég læt mig dreyma....
Þessi færsla er ekki kostuð
Einn af uppáhalds fylgihlutunum mínum er bambusúrið mitt frá Bamboo Revolution. Ég er búin að eiga mitt núna í tvö ár og ég elska hvað það er létt og þægilegt. Ég er ekki ein um það en mamma og fjórar vinkonur mínar eiga líka svona úr. Bambusúrin eru handgerð í Suður-Afríku og er sagan á bakvið úrin ótrúlega skemmtileg og ég mæli með að þið lesið hana hér. Úrin eru fyrir bæði kynin og það er hægt að fá það með einfaldri eða þrefaldri leðuról. Síðan eru til nokkrir litir en mitt úr er með leðuról sem er ljósbrún. Skífan á mínu úri er öðruvísi en á nýju úrunum en mér finnst breytingin geggjuð. Ég væri alveg klárlega tilbúin í að fá mér nýtt úr með þá dekkri ól. Ég keypti mitt úr í Kistu þegar ég var að vinna þar en þau fást einnig hjá Aurum og á heimasíðu Bamboo Revolution.
Þessi færsla er ekki kostuð
Meiður er íslensk hönnun sem selur falleg handunnin viðarbretti. Þau koma í nokkrum stærðum og eru úr mismunandi viðartegundum en aðallega úr ofnþurrkaðri eik og hnotu. Það er hægt að nota brettin til að bera fram hina ýmsu rétti eða til þess að punta upp á eldhúsið. Ef ég myndi eiga svona bretti myndi ég geyma 1-2 fallega hluti á því inn í eldhúsi.
Ég hef nokkrum sinnum gefið íslensk viðarbretti í gjöf og hef þá pakkað því inn í selló með sjávarsalti og sultu. Það kemur mjög fallega út og hefur alveg slegið í gegn. Næst mun ég klárlega hugleiða það að kaupa eikarbretti frá Meiður.
Á Facebooksíðu Meiður er hægt að skoða brettin betur og sjá fullt af skemmtilegum og gómsætum uppskriftum. Ég er strax búin að skrifa niður hjá mér tvær uppskriftir sem ég hlakka til að prófa. Meiður brettin fást í nýrri verslun Rammagerðarinnar, Skólavörðustíg 20, DÚKA í Kringlunni & Smáralind og Kraum, Aðalstræti.
Ég held það hafi alveg verið kominn tími á eina færslu tileinkaða strákunum. Að mínu mati eru Bomber jakkar mjög sýnilegir í sumar svo ég ákvað að gera þrjú lúkk með jakka frá Zöru. Ég væri reyndar alveg sjálf til að eiga hann en það er annað mál. Hér fyrir neðan eru þrjá basic outfit & með því að smella á litlu myndirnar er hægt að skoða vöruna betur.
Ég fór til Tenerife í maí og það var ótrúlega gott að komast í frí, slaka á og auðvitað versla. Það má segja að undirstaðan í því sem ég keypti mér úti hafi verið basic föt sem mér var farið að vanta í fataskápinn hjá mér. Ég keypti mér þó tvær flíkur sem eru ekta statement flíkur til þess að poppa upp á outfit:
Bomber jakki: Ég keypti mér þrjá bomber jakka úti, einn svartan og tvo munstraða. Þessi á þó vinninginn en hann er úr Zöru, nánar tiltekið karladeildinni. Um leið og ég mátaði hann vissi ég að hann væri að fara koma með mér heim.
Adidas skór: Ég sá semsagt starfsmann í skóbúð vera í klikkað flottum og grænum Adidas skóm sem ég spottaði þó ekki í búðinni. Ég var svo allan daginn að hugsa um skóna svo ég ákvað að kíkja aftur og athuga þá betur. Það átti að koma sending eftir 4 daga og fyrir mér voru þetta langir fjórir dagar (hvað er að mér?). Þessi týpa heitir Adidas Originals Los Angeles K - Core Black og þeir eru mjög léttir og þæginlegir. Þarna var tveir dagar í heimför og ég var búin að strauja kortið mitt meira en ég ætlaði svo elsku mamma gaf mér þá í afmælisgjöf, enda ekki seinna vænna ég á afmæli í ágúst.
Hvað eiga þessar tvær flíkur sameiginlegt, jú pálmatré. Ég ætla samt að taka það fram hér og nú að ég mun aldrei sjást í skónum og jakkanum á sama tíma, ég er ekki alveg það flippuð..
Bomber jakki: Ég keypti mér þrjá bomber jakka úti, einn svartan og tvo munstraða. Þessi á þó vinninginn en hann er úr Zöru, nánar tiltekið karladeildinni. Um leið og ég mátaði hann vissi ég að hann væri að fara koma með mér heim.
Adidas skór: Ég sá semsagt starfsmann í skóbúð vera í klikkað flottum og grænum Adidas skóm sem ég spottaði þó ekki í búðinni. Ég var svo allan daginn að hugsa um skóna svo ég ákvað að kíkja aftur og athuga þá betur. Það átti að koma sending eftir 4 daga og fyrir mér voru þetta langir fjórir dagar (hvað er að mér?). Þessi týpa heitir Adidas Originals Los Angeles K - Core Black og þeir eru mjög léttir og þæginlegir. Þarna var tveir dagar í heimför og ég var búin að strauja kortið mitt meira en ég ætlaði svo elsku mamma gaf mér þá í afmælisgjöf, enda ekki seinna vænna ég á afmæli í ágúst.
Hvað eiga þessar tvær flíkur sameiginlegt, jú pálmatré. Ég ætla samt að taka það fram hér og nú að ég mun aldrei sjást í skónum og jakkanum á sama tíma, ég er ekki alveg það flippuð..
Ég veit oft ekki hvort ég eigi að taka því alvarlega þegar það kemur tilkynning um að það eigi að opna nýja verslun hér á Íslandi. Ég held alltaf að það sé eitthvað 1.apríl grín í gangi... En verslunin Springfield á að opna í Smáralind í haust og eru það mjög skemmtilegar fréttir fyrir okkur á klakanum. Ég hef í gegnum árin ekki verslað mikið í versluninni en hef þó fundið eina og eina flík. Ég tók saman nokkrar myndir til þess að hita upp fyrir komu Springfield. Að mínu mati er sumarlínan of mikið boho-chick fyrir mig en ég er orðin spennt fyrir vetralínunni!