Innlit til Evu frænku

2:22 PM

 
Innlit dagsins er til Evu Bjargar Óskarsdóttur. Eva er 24 ára nemi á sínu lokaári í grafískri hönnun við Myndlistaskólann á Akureyri. Hún leigir íbúð ásamt Brynjari kærasta sínum og ég fékk að kíkja í heimsókn til þeirra. Íbúðin er í húsi sem heitir Lyngholt og var byggt árið 1927. Húsið var það fyrsta í götunni til þess að vera byggt og heitir gatan sem það stendur við í dag Lyngholt. Íbúðin sjálf er frekar gamaldags og nær Eva að viðhalda vel þessum gamla fílling en hún byrjaði snemma að safna gömlum hlutum eins og húsgögnum og baukum. Hér og þar um íbúðina má sjá myndir eða teikningar eftir hana Evu sjálfa.
    Góð mynd til að lýsa stemningunni í íbúðinni

    Hérna er snjóbretti notað sem hilla undir smáhluti

    Skemmtileg uppröðun á öðruvísi hlutum á fallegri hansahillu

    Í svefnherberginu er Eva með skrifborð sem er oft nýtt í hugmyndavinnu 


Hvert sækir þú innblástur?
Ég sæki innblástur í umhverfið í kringum mig. Fólk sem er spennandi og öðruvísi týpur, gamlir hlutir og tímar og ég ráfa mikið um netið. 

Uppáhalds hönnuður eða hönnunarteymi?

Uppáhalds hönnuðirnir mínir eru þær Þórunn Árnadóttir og Steinunn Vala Sigfúsdóttir. Vörumerkið Ferm Living er einnig í uppáhaldi. 

Hver er nýjasta viðbótin hjá þér?

Það er gamalt betra stofu sófasett með fagurbláu flauel áklæði. Ég hef reyndar ekki pláss fyrir það í íbúðinni svo það fær að bíða betri tíma. 

Hvað er á óskalistanum hjá þér núna?

Þessa stundina er margt á óskalistanum en það helsta er String hilla og afmælisútgáfan af Sjöunni. 

Hvað eru fimm uppáhalds hlutirnir þínir í íbúðinni og af hverju?

Þetta málverk þykir mér ótrúlega vænt um en kærastinn minn málaði það þegar hann var 6 ára gamall. 

Uppáhalds hluturinn minn í eldhúsinu er klárlega Kitchen Aid hrærivélin mín. Amma mín eignaðist hana þegar hún var tvítug.

Þetta fallega borð keypti ég á flóamarkaði í Keflavík fyrir nokkrum árum fyrir aðeins 2500 krónur. 

Þetta skemmtilega kameldýr er eina húsgagnið sem fylgdi kærastanum mínum þegar við byrjuðum að búa saman. Það hefur fylgt okkur síðan. 

                                                         
Í lokin er ekki hægt að skilja heimilisdýrið eftir hann Nagga naggrís. 


Skemmtileg details úr íbúðinni:














Takk fyrir að taka á móti mér Eva. 

You Might Also Like

1 comments

  1. Oh svo fínt heima hjá Evu! Gaman að sjá líka að hún heldur uppá rokkinn sem afi Júlli smíðaði :)

    ReplyDelete

Subscribe